19 December, 2006

Það Sem Skiptir Máli / All the News That's Fit to Print

[ÍS] Las um daginn góða grein eftir Olgu Markelova þar sem hún fjallaði um innflytjendamál. Olga bendir sérstaklega á hvernig innflytjendur eru hunsaðir í fjölmiðlum. Sjálfur hef ég séð ólíka blaðamenn fjalla vel um ýmsar hliðar aðlögunar innflytjenda, og þeir hafa oft verið sanngjarnir í umfjöllun sinni. En ýmislegt má betur fara, eins og Olga Markelova bendir á:

"Samt er eitt vafasamt við þessa margrómaða umræðu: þótt innflytjendur frá ýmsum löndum séu mjög áberandi í íslenska þjóðfélaginu, í skólum, á vinnumarkaði og á mörgum sviðum daglega lífsins, - eru þeir ekki sýnilegir í fjölmiðlum. Og hérmeð á ég ekki við lögreglufréttir um átök tælenskra unglingahópa einhvers staðar í Breiðholti, heldur einmitt fjölmiðlaefni, sem tengist 'innflytjendamálum.'"

Jón Gnarr spurði fyrir nokkrum árum hvernig lesendur myndu bregðast við ef fréttagrein í blaði tæki fram að einhver ákærður um glæp væri hommi. Auðvitað væri svona fréttagrein talin fordómafull og smekklaus. Af hverju er það þá fullkomlega leyfilegt að benda á frá hvaða landi ákærði kemur? Auðvitað styð ég tjáningarfrelsi, og sem blaðamaður er ég yfirleitt varkár þegar kemur að því að takmara upplýsingar í frásögnum. Lesendur eiga skilið að vita það sem skiptir máli. En það er einmitt kjarni málsins – þjóðerni ákærða skiptir ekki máli í glæpasögunni, ekki frekar en hárlitur, stjörnumerki, eða hvað sem er (og ekki gleyma heldur að hluti glæpa sem framinn er af innflytjendum hefur ekki vaxið). Það hafa birst bæði nöfn og myndir af útlendingum sem sakaðir eru um glæp en hafa ekki verið dæmdir. Það stendur hins vegar í siðareglum Blaðamannafélags Íslands að það er bannað að birta nöfn og myndir af fólki sem er ákært fyrir glæp en ekki er búið að sakfella.

Siðareglar BÍ eiga að gilda fyrir alla landsmenn, óháð uppruna þeirra.

Annar punktur í grein Olgu sem vakti athygli mína var eftirfarandi:

"Skilaboðin mín eru svona: það er ekki hægt að halda áfram umræðunni um "innflytjendamál", - sama hvort hún tengist vinnumarkaði eða daglegum samskiptum, - nema að spyrja þá álits, sem viðkomandi umræða snýst um."

Einmitt. Mér finnst það mjög jákvætt og nauðsynlegt að svo margir Íslendingar tjái skoðanir sínar um innflytjendamál. En snerta þessi mál einungis Íslendinga? Hvernig væri það ef engar konur væru spurðar um skoðun sína á launamun kynjana?

Það þarf fleiri innflytjendur í hina opinberu umræðu. Slíkt kallar bæði á fjölmiðlamenn sem vilja tala við þá, og líka innflytjendur sem vilja að tjá sig. Mín reynsla er sú að það er ekki vandamál að fá innflytjendur til að tjá sig ef þeir eru á annað borð spurðir.

Að lokum vil ég óska ykkur öllum gleðilegrar vetrarhátíðar. Þetta ár hefur verið mjög gott fyrir Vinstrigræna, og 2007 verður enn betra.

[EN] Not too long ago I read a very good article by Olga Markelova, where she discussed immigration issues, specifically, at how immigrants are often ignored by the media here. Myself, I've seen many journalists cover immigration issues very well, and most have been quite fair in their coverage. But certain things could improve, as Markelova points out:

"At the same time one thing is suspicious in this discussion: although immigrants from different countries are very important within Icelandic society, in schools, in the workplace, and in many areas of daily life - they're invisible to the media. And by that I don't mean police news about a gang of Thai youths somewhere in Breiðholt, but rather something newsworthy that concerns ‘immigration issues’.”

Jón Gnarr asked a few years ago how readers would react if a news article stated that a suspect charged with a crime was gay. Naturally such an article would be considered prejudiced and tasteless. Why is it then perfectly allowed to print a suspect’s nationality? I do, of course, support freedom of expression, and as a journalist I’m normally very cautious about limits on what can be reported. Readers deserve to know what matters. And that’s the core of the argument – the nationality of a suspect doesn’t matter any more than the color of his hair, his astrological sign, or what have you (and don't forget that that percentage of crimes committed by foreigners has not increased). The names and photos of foreigners accused of crimes but not yet convicted have also been published in newspapers, while it states in the ethical guidelines of the Icelandic Journalists’ Union that it’s strongly discouraged to reveal the identities of those accused of a crime but not yet found guilty.

The ethical guidelines of the Icelandic Journalists’ Union should apply to all countrymen, regardless of country of origin.

Another point in Markelova’s article that caught my attention was such:

“My message is this: it is not possible to continue a discussion on immigration issues, whether it concerns the labour market or daily life – without asking everyone concerned.”

Exactly. While I find it very positive and necessary that so many Icelanders have an opinion on immigration issues, does the subject only touch them? How would it be if no woman was asked how she felt about the wage difference between the sexes?

There needs to be more immigrants in the pubic discourse. This calls for both more journalists to seek after their voice, and for more immigrants to express themselves. In my experience, it’s never a problem to get immigrants to talk about these matters, if someone asks.

In closing, I want to wish you all a joyous winter holiday season. This year has been very good for the Leftist-Greens, and 2007 will be even better.


07 December, 2006

Kostnaður vegna forvals og fleiri / Campaign costs and more

[ÍS] Hér er þá kostnaður minn vegna forvalsins:

45 kr: Frímerki á bréf til kjörnefndar vegna tilkynningu vegna prófkjörs.

Tæp 700 kr: Heimagerð eplabaka.

1870 kr: Leigubíl í kjörstöðum á Skipholti.

Samtals: 2615 kr. Ég tók engar nótur þannig að það er ekki beint nákvæmt, en svona fór það. Ekki sem verst.

Ég vildi líka benda á svör mín við spurningum frá kjósendi sem heiti Sigurður Sigurðsson:

1) Hvaða stefnu vilt þú taka í ES/EES málum? Á Ísland að sækja um aðild?

Ég tel að Ísland geti unnið með öðrum ríkjum innan ESB og EES án þess að sækja um aðild. Annars er hætta á að neyðast til að taka þátt í einhverju sem Íslendingar eru kannski ósammála og þjónar illa íslenskum hagsmunum. Í stað þess að sækja um aðild væri skynsamlegra að skrifa undir samninga um mál sem Ísland styður en halda sjálfstæði okkar.

2) Viltu beita þér fyrir breytingum á skattakerfinu? Hvaða breytingum þá?

Skattar á fyrirtæki eru 18% á meðan hver manneskja borgar tæp 38%, þannig að hærri tekjur þýða lægri skatta. Ég myndi breyta því með því að lækka persónuskatta og hækka fyrirtækjaskatta. Það þýðir léttari byrðar fyrir fjölskyldar og meira peninga innan kerfisins, sem hægt væri að nota til að styrkja velferðarkerfi landsins og fleira.

3) Hefur þú hugsað þér að berjast fyrir breytingu í samgöngumálum?

Reykjavík notar 50% af sínu svæði sem þjónustusvæði fyrir bíla. Meirihluti í borgarráði vill breikka Miklubraut og strætókerfið er í molum. Engar almennilegar göngu- eða hjólreiðaleiðir eru til í miðbænum. Ég veit að á ýmsan hátt ber borgin ábyrgð á umferðamálum innan borgarmarka, en mér finnst samt að ríkistjórnin geti gert meira til að krefjast þess að Reykjavík og landið allt sé fyrirmynd Evrópu í samgöngumálum. Það á að búa til hagkvæmt, fjölbreytt, og umhverfisvænt samgöngukerfi.

4) Hvert ber að stefna að þínu mati varðandi hvalveiðar?

Segjum að ég ætlaði að stofna nýtt fyrirtæki en ég vissi eftifarandi hluti fyrirfram: Mjög fáir hafa áhuga á að kaupa vörur mínar, fyrirtækið skaðar viðskipti annarra í kringum mig og margir í heiminum hata Ísland ef ég stofna þetta fyrirtæki. Ég neita þó með öllu að vilja gera nokkuð fyrirfram til að breyta ímynd fyrirtækisins til batnaðar. Væri það skynsamlegt fyrir Ísland að styðja svona fyrirtæki? Í stuttu máli sagt: hvalveiðar eru mjög óskynsamlegur fyrir Ísland og Íslendinga.

Og þá . . .

Vil ég aðeins að segja, LOKSINS.

[EN] Here are the costs I incurred during the course of my campaign:

45 kr: Stamp for a letter to the election board announcing my candidacy.

About 700 kr: Homemade apple pie.

1870 kr: Cab to the election headquarters on Skipholt.

Total: 2615 kr. I didn't keep any receipts, so these figures aren't quite exact, but that's about how it went. Not too bad.

I also wanted to point out my answers to some questions sent to me by a voter named Sigurður Sigurðsson:

1) What position do you take regarding the EU/EEA? Should Iceland seek membership?

I believe that Iceland can work with other countries within the EU and the EEA without seeking membership. We can participate with these countries without having to take part in actions that the Icelandic people disagree with, or that would harm the Icelandic economy. It would be wiser to sign agreements regarding matters that Iceland supports, and maintain our independence.

2) Would you focus on changing the tax system? What changes would you make?

Currently, taxes on corporations are at about 18%, while taxes for individuals are at 38%, so that a higher income means lower taxes. I would change this by lowering personal taxes while raising corporate tax. This will mean a lighter burden for families and more money going into the system, which could be used to support the welfare system and more.

3) Have you thought of fighting for changes in the transportation system?

Reykjavik uses 50% of its land in service of the car. The majority in Reykjavik city council wants to widen Miklabraut and the bus system is falling apart. There are no pedestrian or bicycle streets downtown. I know that in many ways city council is responsible for transportation within city limits, but I think the government could do more to demand that the capital and the country as a whole becomes a transportation model for Europe. We must create 
an economic, varied and environmentally sound transportation system.

4) What is your position on commercial whaling?

Let's say I wanted to start a company and knew the following ahead of time: very few have any interest or will have any interest in buying my products, the company will hurt the business of others around me, and many in the world will end up hating Iceland if I start such a company. At the same time, I refuse to do anything to change the image of my company ahead of time. Would it be wise for Iceland to support such a company? In short, whaling is extremely unwise for Iceland and Icelanders.

And so . . .

I just want to say, FINALLY.

04 December, 2006

Takk, Össur! / Thanks, Össur!

[ÍS] Nokkrir vínir mínir hafa bent mér á frekar hlægilega grein eftir þingmanninn Össur Skarphéðinsson. Eitthvað hefur örlítið skolast til í staðreyndunum á þeim bæ. Þar hrósar Össur mér óbeint (og án efa ómeðvitað) með því að kalla mig fyrrverandi ritstjóra Grapevine. Því miður bar ég ekki þann veglega titil á Grapevine – það var hinn útlendingurinn, Bart Cameron – ég var bara blaðamaður. Samt gott að Össur og fleiri skuli gera ráð fyrir að ég hafi haft svona mikil áhrif á blaðinu.

Það var líka athyglisvert að Össur skrifaði í sömu grein: "Síðast þegar ég vissi talaði Paul Ni[k]olov ekki íslensku."

Ég hef sjálfur aldrei átt þá ánægju að tala beint við Össur svo ég veit ekki á hverju hann byggir þessa niðurstöðu sína. Eins og margir hafa bent á þá er það nú samt þannig að ég tala íslensku. Ég er að sjálfsögðu enn að læra og ég tala með hreim og hef ekki jafn fullkomið vald á tungunni eins og þeir sem eiga íslensku að móðurmáli. En ég er að leggja mig fram og ég hef fullan hug á að tala íslensku í sölum Alþingis ef ég næ svo langt. Össur heldur einmitt áfram að hrósa mér (aftur ómeðvitað) með því að velta fyrir sér hvernig það væri að hafa mig á Alþingi. Ég er þakklátur fyrir að þingflokksmaður Samfylkingarinnar hafi þó nógu mikið traust á VG til að líta á það sem sterkan möguleika að ég komist á þing. Takk, Össur!

En grein Össurar og þungar áhyggjur hans af færni minni í íslensku undirstrikar aðeins eitt: það er algengt að nöldra yfir því að fólk tali ekki íslensku. Það fer hins vegar minna fyrir því að fólk bryddi upp á lausnum til úrbóta í þessum efnum.

Árangur innflytjendastefnu í landinu má meta eftir því hversu vel hefur tekist til með aðlögun innflytjenda að samfélaginu. Jákvæð aðlögun ætti með réttu að vera helsta takmark innflytjendastefnu hverrar þjóðar. Þess vegna finnst mér það bráðnauðsynlegt að íslenskunámskeið séu ókeypis fyrir innflytjendur. Sú íslenskukennsla á ekki að vera laus í reipunum eða stopul, heldur fylgja skýrum stöðlum og reglum um hvernig íslenska er kennd, eins og er í öðrum námskeiðum. Sú íslenskukennsla ætti einnig að vera boðin í vinnutíma fólks.

Þetta er ein mikilvægasta leiðin til að samþætta fólk af erlendum uppruna inn í íslenskt samfélag. Þessar áherslur eru nokkrar af fjölmörgum sem ég ætla að reyna eftir megni að afla fylgis við. Ég mun leggja hart að mér og með þínum stuðningi getum við gert það að veruleika.

P.S. Ég tek eftir því að nokkrir spyrja hvort ég skrifi allt á ensku og láti svo þýða fyrir mig. Ég lít reyndar á það sem mitt einkamál hvort ég geri það eða ekki, en til að létta af þungri áhyggjubyrði þessara ágætu manna get ég hérmeð upplýst að ég skrifa mínar greinar sjálfur á íslensku. Ég bið hins vegar vini mína stundum að lesa greinarnar yfir og leiðrétta málvillur, því að íslenska mín er ekki fullkomin þótt hún skiljist. Fellur slík hjálpsemi að stöðlum þessara ágætu manna um íslenskufærni? Ég vona í það minnsta að þeim létti við þessar fréttir og geti snúið sér að uppbyggilegri umræðu. 

[EN] Some friends of mine have pointed out to me a rather laughable article by Social Democrat (Samfylking) MP Össur Skarphéðinsson. Some of the facts seem to have been misplaced in his piece. Össur praises me indirectly (and without a doubt unconsciously) by calling me the former editor of Grapevine. Unfortunately, I never carried that auspicious title at Grapevine - that was the other foreigner, Bart Cameron - I was just a journalist. Still, good that Össur assumes that I had so much influence over that paper.

It was also interesting that Össur wrote in the same article, "The last time I knew, Ni[k]olov didn't speak Icelandic."

I've never had the pleasure of having a conversation with Össur, so I don't know how he arrived at this conclusion. As many have already pointed out, I do in fact speak Icelandic. I am of course, still learning, I speak with an accent, and I don't have the sort of perfect command of the 
language that someone with Icelandic as their mother tongue would have. But I'm working hard at improving my language skills and have every intention of speaking Icelandic in the halls of parliament should I get so far. Here Össur continues to praise me (again unconsciously) by wondering what it would be like to have me in the halls of parliament. I'm grateful that an MP for the Social Democrats has enough faith in the Left-Greens to see it as a strong possibility that I will make it into parliament. Thanks, Össur!

But Össur's article and his heavy heart over my command of Icelandic underlines one thing: it's one thing to complain about people who don't 
speak Icelandic - it's quite another to offer solutions as to how to remedy the situation.

How successful any nation’s immigration policy is can be gauged by one simple measure: integration, which should be the primary goal of any country’s immigration policy. This is why I believe that Icelandic classes for foreigners should be free. They should also have to conform to an established educational standard, just like any other class, and be given as a part of working hours.

This is one of the most important ways to integrate people into Icelandic society, and is one of many things I intend to work hard at achieving. With your support, we will make this a reality.

PS. I had also noticed a few people wondering whether I write everything first in English and then have someone translate it for me. I personally think it's my own business whether I do or not, but to lighten the heavy hearts of those who've seemed so worried about this matter, I can tell you that I do write my own articles in Icelandic. I then ask a couple friends of mine to go over it and correct any grammatical mistakes, because my Icelandic isn't perfect even though it's comprehensible. I hope that this will come as a relief to those concerned, and that we can then turn to a constructive discussion.

03 December, 2006

Til Hamingju, VG! / Congratulations, VG!

[ÍS] Ég vil fyrst og fremst þakka öllum sem hafa sýnt mér stuðning, bæði í framboði og á kosningadaginn og óska einnig öllum öðrum sem komust inn á listann til hamingju. Satt að segja geta allir meðlimir Vinstri Grænna óskað sér til hamingju með listann. Frambjóðendurnir endurspegla vilja kjósendanna, og hjá Vinstri Grænum þýðir það að við erum fjölbreyttur, skapandi og hugmyndaríkur flokkur - hver einasti meðlimur sannar það. Ég tel líka að Íslendingar séu orðnir dauðþreyttir á ríkisstjórn sem vill ekki hlusta á sína eigin þjóð, sem býður ekkert nýtt, og vill ekki sinna þeim verkefnum sem eru fyrir framan okkur, að gera Ísland að fyrirmyndarlandi. Þetta er baráttan sem við leggjum orku okkar í núna og ég hef trú á að Vinstri Grænir muni bera vilja þjóðarinnar inn á Alþingi í vor.

[EN] First of all, I want to thank everyone who has given me their support, both during the campaign and on election day, and I want to congratulate everyone else who made it onto the list. To be honest, every member of the Left-Greens can congratulate themselves for the list of candidates we have. Candidates reflect the will of the voters, and for the Left-Greens this means that we’re a varied, creative, and idea-rich party – every single member proves that. I also believe that Icelanders have grown exhausted of a government that doesn’t want to listen to its own people, that offers nothing new, and does not want to take up the task before us, to make Iceland a model country. That is the fight that we intend to undertake now, and I believe that the Left-Greens will carry the will of the people into parliament this spring.