29 November, 2006

Tímabær sjálfstæð utanríkisstefna / Time for an Independent Foreign Policy

[ÍS] Ég las í Fréttablaðinu í dag að stjórnvöld eru loksins sammála landsmönnum í einu máli: það voru mistök að styðja innrásina í Írak. Eins snemma og í janúar 2003 voru að minnsta kosti 78% prósent landsmanna andvíg því að Ísland færi á lista “staðfastra þjóða.” Þetta var m.a. niðurstaða Gallup-könnunar en samt tóku stjórnvöld ákvörðun um að hlusta ekki á sín eigin þjóð. Formaður Framsóknarflokksins Jón Sigurðsson segir nú að stuðningurinn hafi verið rangur eða mistök, og að ákvarðanir íslenskra stjórnvalda um málefni Íraks hafi verið byggð “á röngum upplýsingum.” Alþingiskona Sjálfstæðisflokksins Drífa Hjartardóttir tók í sama streng þegar hún sagði að menn hafi “tekið ákvörðun út frá þeim staðreyndum sem þá lágu fyrir.”

Mín skoðun er sú að hvort upplýsingar voru rangar eða réttar skiptir ekki höfuðmáli - það var samt ólýðræðislegt að fara gegn vilja þjóðarinnar með því að styðja stríðið. Það er mesta “staðreyndin” í málinu, og var hunsað eins og það skipti ekki máli.

Þetta mál undirstrikar hversu brýnt það er að Ísland framfylgi sjálfstæðri utanríkisstefnu. Ísland getur alveg skrifað undir – eða neitað að skrifa undir – samninga við önnur lönd sem snúast um viðskipti, umhverfismál, og líka varnarmál. Það eina sem Ísland þarf virkilega að varast er að vera haldið fast inni í “allt eða ekkert”-samningum þar sem önnur ríkistjörn, hvort sem það er Bandaríkin eða ESB, ræður för.

Önnur lexía úr Íraksmálinu er að varnarframtíð Íslands þarf að vera í höndum þjóðarinnar sjálfrar. Það er þjóðin sjálf sem ræður hvaðan varnarþjónusta kemur, hvernig hún er uppbyggð og hvort hún á yfirleitt að vera til staðar frá öðrum ríkjum. Það getur verið að friðsöm þjóð eins og Íslendingar ákveði nú að við þurfum ekki bein tengsl við erlenda herþjónustu. En það er brýnt að þjóðin – og ekki leynihópur innan ríkistjórnar – taka þessa ákvörðun.

Að lokum er mikilvægt að muna að friðsöm og hlutlaus þjóð er miklu öruggari en styrjaldaglöð lönd, og Ísland er ein friðsamlegasta þjóð heims. Sjálfstæð utanríkisstefna sem er í höndum íslensku þjóðarinnar mun gera okkur miklu öruggari en hvaða varnarsamningur sem er.

[EN] I read in Fréttablaðið today that the government is finally in agreement with the people over one issue: that it was a mistake to support the invasion of Iraq. As early as January 2003, at least 78% of those polled by Gallup said they were against Iceland joining “the coalition of the willing”, but the government decided to jump on board anyway, and didn’t think it was important to listen to its own people. Progressive Party (Framsókn) chairman Jón Sigurðsson now says that supporting the invasion had been either wrong or a mistake, and that the decision of the government to support the invasion had been based on “the wrong information”. One MP for the Independence Party (Sjálfssæðisflokkurinn) Drífa Hjartardóttir took the same tone when she said that the decision was taken “based on the facts that were available at the time.”

In my opinion, whether the information about Iraq was right or wrong isn’t the issue here – it was still undemocratic to go against the will of the people by supporting the war. This is the biggest fact in this matter, and was ignored as if it doesn’t matter.

This matter underlines how important it is that Iceland establishes an independent foreign policy. Iceland can certainly sign – or refuse to sign – agreements with other countries concerning business, the environment, and also defense. What Iceland needs to avoid is being stuck in an “all or nothing” deal where another power, whether it’s the United States or the European Union, decides matters for us.

Another lesson from the Iraq debacle is that Iceland’s defense future needs to be in the hands of the people. It’s the people who must decide where our defense service comes from, how it’s developed and whether it has to come from other countries. It could very well be that a peaceful people such as the Icelanders don’t want to have any connections with a foreign military. But it is important that the people – and not a secret group within the government – take these decisions.

In closing, it’s important to remember that a peaceful and neutral people are much safer than a militarized state, and Iceland is one of the most peaceful countries in the world. An independent foreign policy in the hands of the Icelandic people would make us much safer than any defense agreement ever could.  

21 November, 2006

Þjónusta við innflytjendur: Einungis ábyrgð borgarinnar? / Immigration Services: Only the City’s Responsibilty?

[ÍS] Þjóð sem hefur opnað vinnumarkað sinn fyrir einstaklingum frá öðrum löndum ber skylda til að gera það sem hún getur til að tryggja að þessum einstaklingum séu kynnt réttindi sín og opnaðir allir möguleikar til þess að vera virkir meðlimir í samfélaginu. Árángursríkur innflytjenda stefna má meta því hversu vel hefur tekið til með aðlögun innflytjenda að samfélaginu, sem ætti því með réttu að vera helsta takmark innflytjendastefnu hverrar þjóðar. Allt sem þarf að gera er að litast um og spyrja: er þessi ríkisstjórn að gera nóg til þess að ganga úr skugga um að innflytjendur læri tungumálið? Er þeim séð fyrir upplýsingum sem þeir þurfa varðandi réttindi og skyldur? Eru börnum innflytjenda veitt sú aðstoð sem þau þurfa í skóla, varðandi tungumál og félagslega aðlögun svo þau fái sömu menntun og önnur börn? Í stuttu máli, er þessi ríkisstjórn að gera allt sem hún á að gera til að aðlaga fólk sem hleypt er inn í landið?

Á Íslandi er mikið af þjónustu í boði ýmissa samtaka um allt land. Hér í Reykjavík er Alþjóðahúsið (The Intercultural Centre) helstu samtök fyrir samfélag innflytjenda á Íslandi. Fámennt starfslið þess veitir einstaklingum sem nýkomnir eru til landsins margþætta þjónustu frá lagalegri ráðgjöf til þýðinga, frá íslensku námskeiðum til þjónustu við börn. Flestir ef ekki allir, af u.þ.b. 5.000 innflytjendum sem búa í Reykjavík hafa snúið sér til Alþjóðahússins eftir aðstoð, jafnvel mörgum sinnum og munu vonandi halda áfram að gera það. Ég segi vonandi af því að Borgarstjórn Reykjavíkur- sem Alþjóðahúsið treystir á fjárhagslega- hefur nýlega ákveðið að skerða framlög til Alþjóðahússins um þriðjung, úr 30 milljónum króna á ári niður í 20 milljónir. Þetta gæti vel þýtt skerðingu á þeirri þjónustu sem Alþjóðahúsið getur veitt. Ástæða þessarar fjárhagslegu skerðingaru? Peningurinn á að renna til tveggja nýrra þjónustumiðstöðva innflytjenda; einnar til austurs og annarrar í Hlíðunum.

Ég fagna fjárhagsstyrk þessara nýju þjónustumiðstöðva og ég skil að borgin hefur ekki milljónir á reiðum höndum. Hins vegar veitir Alþjóðahúsið ýmis konar ómissandi þjónustu fyrir stóran hluta af íbúum borgarinnar. Þeir hafa einfaldlega ekki efni á fjárhagsskerðingu, og Ísland hefur það ekki heldur.

Þessi staða undirstrikar þörf þess að ríkið taki virkari þátt í þjónustu við aðlögun innflytjenda. Í vor munu rúmlega 33 milljónir íslenskra króna á ári losna úr fjárlögum þegar hvalveiðum í vísindalegum tilgangi verður hætt. Hluti þessa fjármagns gæti farið í að styðja Alþjóðahúsið. Hvaðan sem fjármagnið kemur er eitt alveg ljóst: peningarnir sem sparast með því að skerða fjárveitingu til þjónustu við aðlögun innflytjenda tapast margfallt í því sem það mun kosta okkur til langs tíma litið ef það fólk sem kemur til landsins getur ekki lært tungumálið, hlýtur ekki viðunandi menntun og hreinlega fær ekki tækifæri til að verða fullgildir og virkir meðlimir þjófélagsins.

Aðlögunarþjónusta er hagstæð fyrir allt Ísland. Ekkert okkar hefur efni á að vera án hennar. 

[EN] A nation that has opened its labour market to people from other countries has an obligation to do what it should to ensure that these people are provided with the tools they need to become fully active members of society. How successful any nation’s immigration policy is can be gauged by one simple measure: integration, which should be the primary goal of any country’s immigration policy. All one need do is look around and ask, Is this government doing enough to make sure the people they import learn the language? Do they provide them with the information they need regarding their rights and obligations? Are the children of immigrants being provided with the help they need in school, in terms of language and socialisation, so that they can have the same education as any other child? In short, is this government doing everything it should to integrate the people they bring into this country?

In Iceland, there are numerous beneficial programs that are provided for by various organisations all over the country. Here in Reykjavík, the most prominent organisation for the immigrant community is Alþjóðahúsið (The Intercultural Centre). This small staff provides Iceland’s new arrivals with a gamut of services, from legal advice to translation, from Icelandic classes to children’s services. Most, if not all, of the roughly 5,000 immigrants living in Reykjavík have gone to Alþjóðahúsið for help, often multiple times, and will hopefully continue to do so. I say hopefully because the City Council of Reykjavík – upon which Alþjóðahúsið depends for its budget - has recently decided to cut Alþjóðahúsið’s funding by a third, from 30 million krónur a year to 20 million. This may very well mean a cutback in the services that Alþjóðahúsið can provide. The reason for the budget cut? That money is going to go to two new immigration centres; one in the east and one in Hlíðar.

I applaud the funding of these two new centres, and I understand that the city doesn’t have millions at its disposal. But Alþjóðahúsið provides numerous essential services for a very significant proportion of this city’s residents. They simply cannot afford to have their funding cut. And neither can Iceland.

This situation underlines the need for the state to get more actively involved in providing immigrant integration services. This spring, more than 33 million ISK will be freed up in the annual budget when scientific whaling is ended. A portion of this could go towards supporting Alþjóðahúsið. Wherever the money comes from, one thing is clear: The money saved from cutting funding from services that help the immigrant integration process is negated many times over by what it will cost us all, in the long run, if the people coming to this country cannot learn the language, cannot get a decent education, and basically cannot get the tools they need to become fully active members of society.

Integration services is beneficial to all of Iceland. None of us can afford to be without them.

16 November, 2006

Egill Helgason á Innflytjendaútvarpsþáttinn Halló Hafnarfjörður / Egill Helgason on the Immigrant's Radio Programme Halló Hafnarfjörður

[ÍS] Ég hvet ykkur öll til að hlusta á innflytjendaútvarpsþáttinn Halló Hafnarfjörður 96,2 FM föstudaginn 17 nóvember kl. 18:00. Fyrir utan fréttir á ensku og tónlist frá öðrum löndum tek ég viðtal í beinni við fjölmiðlamanninn Egil Helgason, en hann stjórnar sem kunnugt er umræðuþættinum Silfur Egils. Ég ætla að ræða um nokkur mál, þar á meðal innflytjendaumræðuna. Þátturinn er endurtekinn á sunnudögum milli kl. 11:00-13:00, og auk þess verður hægt að hlusta á útvarpið í gegnum vefveitu Hafnarfjarðar, www.hafnarfjordur.is

[EN] I encourage you all to listen to the immigrant's radio programme Halló Hafnarfjörður 96,2 FM on Friday, 17 November at 18:00. Apart from news in English and music from other countries, I'll be interviewing journalist and media personality Egill Helgason, host of the popular television roundtable discussion show Silfur Egils. I intend to cover a number of subjects, including immigration issues. The programme will be repeated on Sunday from 11:00 to 13:00, and can also be listened to via the website www.hafnarfjordur.is

12 November, 2006

Tækifæri til að gera Ísland fyrirmyndaland / An Opportunity to Make Iceland a Model Country

[ÍS] Nýlega hafa innflytjendamál fengið mikla athygli, að miklu leyti er þetta út skelfilegri umræðu frá Frjálslyndaflokkinum. Fyrir suma skiptir það engu máli hvað atvinnuleysi hefur minnkað siðasta árið, eða hvernig hluti glæpa sem framinn er af innflytjendum hefur ekki vaxið, og hvernig nýjasta skoðunarkönnunin bendir á að flestir Íslendingar vilja fjölmenninglegt land - allt þetta, þrátt fyrir þetta fólk sem fluttist til landsins í þúsunda tali. Fyrir fólk eins og Magnús Þór Hafsteinsson eru innflytjendar bara ‘vandamál’. Og Jón Magnússon, sem finnst að múslimar eigi ekki einu sinni að vera á Íslandi, á að biðja þá 400 múslimar sem búa nú þegar á Íslandi afsökunar.

Land með hraustlega samþættingarstefnu skal byggja með hraustlegu og vaxandi hagkerfi, en land án samþættingarstefnu sáir fordómum, breiðari stéttaskilningi, og ótraustu hagkerfi. Svo einfalt er það.

Í þau sjö ár sem ég hef verið á Íslandi hef ég upplifaði, heyrt og séð nokkra mikilvæg atriði varðandi innflytjendmál. Ég ætla að fara yfir og útskýra þessi mál, og leggja fram nokkrar hugmyndir.

Tungumál

Það er eitt sem allir geta verið sammála um – það er nauðsynlegt að þeir sem komi til landsins læri tungamálið.

Samkvæmt lögum þarf innflytjandi að stunda 150 klukkustundir af íslensku námskeiði til að fá ótímabundið dvalar- og atvinnuleyfi. En því míður er engin staðall til fyrir hvernig og hvað er kennt á íslensku námskeiði.

Ég fagna mjög þeim fréttum að Menntamálaráðuneytið ætlar að hafa íslensku námskeiðin ókeypis, það á von á að það byrji á því á næsta ári. En það er bráðnauðsynlegt að þessi námskeið fylgi eftir einhverjum reglum um hvernig íslenska er kennd, eins og er í öðrum námskeiðum. Á sama tíma væri það skynsamlegt að heyra frá nemendunum sjálfum hvað virkar best í kennslu, til þess að finna út hvaða staðall er bestur.

Það er nógu erfitt að finna tíma til að fara í nám og læra heima á meðan maður þarf að sinna 100% starfi og sjá um fjölskylduna. Þess vegna myndi ég krefjast þess að þessi námskeið væru hluti af vinnutíma, til dæmis 4 klukkustundir á viku, eins og er gert hjá Svæðisskrifstofu Reykjaness um Málefna Fatlaðra. Þannig getur maður lært íslensku án þess að trufla fjölskyldalíf sitt.

Vinnuréttindi

Þegar verkamenn þekkja réttindi sín geta allir unnið betur saman. Því miður hafa komið í ljós nokkur dæmi þar sem erlent starfsfólk fær borgað minna en íslenskir verkamenn, fá ófullnægjandi og hrikalegt húsnæði, og vita ekki einu sinni að stéttarfélög eru til hér á landi.

ASÍ er búið að taka saman frábæran bækling fyrir innflytjendur, og þýða yfir á rúmlega 20 tungumál, sem útskýra réttindi þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að komast í hendur hverrar einustu manneskju sem flytur til landsins. Á sama tíma er þarft að efla eftirlit og gera meira til að sjá til þess að atvinnurekendur borgi öllum starfsmönnum sínum samkvæmt kjárasamningum. Refsa verður þeim sem misnota aðstöðu sína og brjóta lög í þessum efnum.

Það er augljóst hvernig þetta væri gott fyrir innflytjendur, en fyrir allt landið, þá tryggir þetta að enginn getur misst starf sitt vegna atvinnurekenda sem ætla að reyna að blekkja erlent starfsfólk, á kostað íslenska starfsfólksins.

Menntun

Ein hindrun á milli innflytjenda og betra starfs er hvernig menntun þeirra er dæmd.

Það er auðvitað skiljanlegt að Ísland ræður hvaða menntastuðul maður þarf að hafa til að vinna hvert starf. En að halda fólki úti, að láta það fara aftur í skólann, að láta það borga fyrir allt sem þarf til að læra það sem það var þegar búið að læra, það er eins og að segja að menntun þeirra sé einskis virði, og er bæði tímasóun og peningasóun. Það er líka ekki skynsamlegt að gera á meðan það vantar fleiri menntað fólk í starfi.

Svarað er einfalt. Látum þá sem koma hingað með eitthverja gráðu sem var fengin erlendis taka jafngildispróf. Og þegar ég segi “jafngildispróf”, þá þýðir það ekki eitthvað eins og krossapróf. Ég er að tala um próf sem prófar bæði bóklega þekking og verklega kunnáttu – eitthvað ítarlegt og nákvæmt, sem sannar að þessi manneskja kann allt sem til þarf, til að geta unnið sitt starf á Íslandi. Jafngildispróf eru einfaldari, og hagkvæmari leið til að vera viss að við tökum vel á móti menntuðu fólki inn í störf þar sem þeirra er þarfnast.

Trúfrelsi

Samkvæmt stjórnarskrá hafa allir frelsi til að iðka hvaða trú þeir vilja, en sumir eiga meira frelsi en aðrir. Það sést hjá fólki í Rétttrúnaðarkirkjunni, sem er búíð að bíða hálfan áratug eftir lóð til að byggja á kirkjuna sína, og múslimar á Íslandi – sem eru tæpir fjögur hundruð talsins – hefa beðið síðan í janúar 2001 eftir lóð fyrir mosku, og eru enn að bíða. Ég veit að borgin sér um þetta að mörgu leyti, en ríkistjórnin á að sjá til þess að þessar lóð séu staðfestar strax. Tíminn er löngu kominn, og það er skerðing á trúfrelsi að láta fólk bíða svona lengi eftir lóð til að byggja bænahús sín.

Lýðræði

Mikilvægt er að hafa í huga að innflytjendastefnan þarf að breytast eftir aðstæðum og þörf, og það er nauðsynlegt að vera með stefnu sem endurspeglar þörf innflytjenda og landsins. En í mörg löndum eru innflytjendur of feimnir til að segja frá því sem vantar, af því þeim finnst að ríkistjórnunum sé sama. Innflytjendum á að finnast að ríkistjórnin sé opin gagnvart þeim, og vilji hlusta á það sem þeir hafa að segja.

Á sama tíma þarf íslensk samfélagi að vita meira um innflytjendur – að vera ókunnugur innflytjendum, hvað það er sem þeir þurfa að glíma við, er ein stærsta ástæðan fyrir fordómum og misskilningi. Það væri brýnt að sjá fleiri innflytjendur tala við skólabörn – og líka fólk á vinnustöðum - í opinni umræðu, þar sem segja má frá og spurja að hverju sem er. Því meira sem báðar hliðar vita, því betra fyrir samfélagið allt.

*

Þetta eru bara nokkrar hugmyndir um það sem vantar. Við vitum hvað gengur ekki – nú þurfum við að finna lausnir. Við þurfum að leggja hart að því að gera Ísland fjölmenningarlegt, og að skapa fyrirmynd Evrópu, ef ekki alls heimsins, í innflytjendamálum. Þetta er hægt að gera, og tækifærið er núna.  


[EN] Immigrant issues have gotten a lot of attention lately, in many ways because of the chilling discussion from the Liberal Party (Frjálslyndir). For some it doesn’t matter that unemployment has dropped in the past year, or that the percentage of crimes committed by foreigners has not increased, and that according to the latest Gallup, most Icelanders want a multicultural society – all this, despite people having moved here by the thousands. For people like Magnús Þór Hafsteinsson, immigrants are just a “problem”. And Jón Magnússon, who doesn't even think Muslims should be in this country, ought to apologize to the over 400 Muslims already living here.

A country with a healthy integration platform will build with a healthy and growing economy, but a country without an integration platform sows prejudice, a widening between the classes, and an unstable economy. It’s that simple.

In the seven years that I’ve lived in Iceland, I’ve experienced, seen and heard some important details regarding immigration issues. I’d like to go over some of these details, and offer some ideas.

Language

One thing we can all agree on – it is necessary that those who come to this country learn the language.

By law immigrants need to take 150 hours of language classes in order to get a permanent work and residence permit. But unfortunately there is no set standard for what is taught in Icelandic class and how.

I warmly welcome the news that the Ministry of Education intends on making Icelandic language classes free, with the hope of this starting next year. But it is highly necessary that these classes follow set regulations as to how Icelandic is taught, as is done in other classes in other subjects. At the same time, it would be wise to hear from the students themselves what works best in teaching Icelandic, so that a standard that works for all can be achieved.

It’s hard enough to find the time to go to class and do homework while you have to work 100% and take care of your family. For this reason, I would ask that Icelandic classes be a part of working hours – for example, 4 hours a week, as is done at the Regional Offices for Disabled Affairs in Reykjanes. In this way, one can learn Icelandic without it disrupting their family life.

Working Rights

When workers know their rights, everyone can work better together. Unfortunately, certain examples have come to light of foreign workers being paid less than their Icelandic colleagues, receive substandard and unfit living quarters, and don’t even know that unions exist in this country.

The Confederacy of Icelandic Labour Unions (ASÍ) has put together some great literature for foreigners, translated into about 20 different languages, that explains their working rights. This information needs to get into the hands of each person who moves to this country. At the same time, it’s necessary to increase supervision of employers and make sure that they are paying their employees according to the common wage agreement. Those who break labour law will be punished.

It’s obvious how this will be good for foreigners, but for the whole country, it ensures that no one will lose their job due to an employer who tries to deceive foreign workers, at the cost of Icelandic workers.

Education

One obstacle between foreigners and better jobs is how their education from abroad is judged.

It is of course understandable that Iceland has the right to decide what educational standard people need in order to work at certain jobs. But to keep people on the outside, and make them go back to school for a few years, and make them pay for everything in order to learn that which they’ve already learned, is the same as saying that their education is worth nothing, and is a waste of both time and money. It’s also not very wise while more educated people are needed in the labour market.

The answer simple: let those who come to this country with an education take an “equivalency test”. And when I say “equivalency test”, I’m not talking about some kind of multiple-choice quiz. I mean an examination that tests both book learning and hands-on experience, something practical and exact that proves that this individuals knows everything there is to know in order to do this particular job in Iceland. An equivalency test is a simpler, more economic way to be sure that we welcome educated people into the jobs where they’re needed.

Religious Freedom

According to the constitution, everyone has the freedom to practice whatever religion they follow, but some people have more freedom than others. This is seen with the congregation of the Russian Orthodox church, which has been waiting half a decade just a plot of land to build their church. Muslims in Iceland – who number over 400 – have been waiting since January of 2001 for a plot to build a mosque, and are still waiting. I know that this is the city’s responsibility in many ways, but the government should make sure that these plots are confirmed at once. The time has long since come, and it’s a violation of religious freedom to make people wait so long after a plot of land to build their houses of worship.

Democracy

It is important to have in mind that the immigration platform has to change with needs and circumstances, and it is necessary to have a platform that reflects the needs of immigrants and the whole country. But in many countries, immigrants are too shy to say what is needed, because they believe the government doesn’t care. Immigrants ought to feel that the government is open towards them, and wants to listen to what they have to say.

At the same time, Icelandic society needs to know more about immigrants – to be unfamiliar with foreigners and what they have to struggle with is one of the biggest reasons for prejudice and misunderstanding. It would be important to see more immigrants talking with school children – and also people in the workplace – in an open discussion, where people can ask anything. The more both sides know, the better for all of society.

*

These are just some ideas about what is needed. We know what doesn’t work – now we need to find solutions. We need to put effort into making Iceland truly multicultural, and create a model for Europe, if not the entire world, in immigration issues. It is possible, and the opportunity is now.

06 November, 2006

Þjóðernissinnadraumur Magnúsar Þórs / Magnús Þór's Nationalist Dream

 [ÍS] Horfði á Silfur Egils í dag og sá ótrúlega umræðu um innflytjendamál. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, hélt því fram að innflytjendur séu orðnir “vandamál” hér á landi. Þegar hann var spurður um dæmi sagði hann ýmsar sögur af því sem hann hefur heyrt og vitnaði í almennan orðróm.

Já, “sögur” – það er alltaf hægt að vitna í orðróm þegar maður getur ekki stuðst við staðreyndir. Hér er ein staðreynd: atvinnuleysi á Íslandi hefur minkað frá tæpum 2% í september 2005 til 1% í dag, þrátt fyrir þetta “ógnandi” 1 maí síðastaliðinn, þegar Ísland opnaðist fyrir nýjum ESB löndum. Magnús Þór talaði um þetta “flæði” af fólki sem er að streyma inn í landið, og lét í veðri vaka að það væri að stela störfum frá Íslendingum. Hvernig er hægt að segja þetta þegar fleiri störf eru til nú en fyrir einu ári síðan?

Svarið er einfalt – Magnús Þór er að reyna að hræða fólk til þess að ná stuðningi og vinna sér fylgi. Þetta var undirstrikaði með ýmsum rangfærslum sem hann hélt á lofti. Hann talaði um múslima sem “þekkja ekki okkar menningu og þekkja ekki okkar tungumál”. Á hverju átti hann von, að fólk læri allt um íslenska menningu og fari á íslenskunámskeið erlendis áður enn það kemur til landsins? Og hvað kemur trú þessu máli við? Hann talaði líka endalaust um hvað við erum lítið þjóð sem þolir ekki fleiri innflytjendur, og hvernig við erum ekki fjölmenningarlegt land. Á hvaða öld er hann eiginlega að lifa? Hann sagði líka frá því hvernig sumir “þurfa ekki að læra íslensku”. Alþingismaðurinn hefur greinilega ekki kynnt sér lög landsins í þessum efnum, þar sem stendur að innflytjendur eru skuldbundnir til að stunda 150 klukkustundir í íslensku námskeið til þess að fá dvalar- og atvinnuleyfi. Og vel að merkja, það er líka bráðnauðsynlegt að læra íslensku ef maður ætlar sér að gera meira á Íslandi heldur en að þrífa skrifstofur eða vinna í frystihúsi.

Svona fór það –Magnús Þór segir eitt, en veruleikinn er allt annar. Svona tala þjóðernissinnar og rasístar, um allan heim.

Ef maður les grein sem Magnús Þór skrifaði þann 3 nóvember sl. á vefsíðurinn hans, er hægt að sjá nokkur línurit, kort, og gröf sem benda á hvernig innflytjendum hefur fjölgað hér á landi, án þess að benda á að atvinna hefur aukist– ekki minnkað – á sama tíma. Markmið hans virðist það eitt að hræða fólk. Kjarni greinarinnar er að fólk frá austur Evrópu (sem er oft notað til að vekja upp kalda stríðs tilfinningar) eru að vinna fyrir lægri laun en Íslendingar, þannig að íslenskir verkamenn gætu misst vinnuna. Eins og ég átti von á getur Magnús hins vegar ekki sagt hversu margir Íslendingar hafa missti starf sitt út af þessu. En það er ekki meginmálið. Málið er, hverjum er um að kenna og hverjir bera ábyrgð á þessu? Ekki þeir sem borga launin, ó nei: samkvæmt Magnúsi er það innflytjandanum sjálfum að kenna hvað hann fær lítið borgað - hann ber sjálfur ábyrgð á láglaunastefnunni!

En eru það ekki bæði stéttarfélög og atvinnurekendur sem ber ábyrgð á því að sjá til þess að verkamenn fái borgað samkvæmt lögum? Jú, reyndar, en það er miklu auðveldara að skella skuldinni á útlendinga, og benda á fólk sem er aðeins að reyna að búa sér betra líf og betri menntun fyrir börnin sín, og segja að þetta fólk sé vandamálið. Það tekur vinnu og orku að efla eftirlit með atvinnurekendum, og sjá til þess að innflytjendur þekki sín sjálfsögðu réttindi. En nei, í stað þess er sagt að þetta fólk eigi að reka úr landi. Lausn Magnúsar, sem hann sagði frá í Silfri Egils, er að setja upp meira og flóknara innflytjendaeftirlit. Það er ekki bara peningasóun, heldur mundu það ekki leysa vandamálin.

Lausnin er m.a. þessi: ASÍ er búið að taka saman frábæran bækling fyrir innflytjendur, þýddur á rúmlega 20 tungumál, sem útskýra réttindi þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að komast í hendur hverrar einustu manneskju sem flytur til landsins. Á sama tíma er þarft að efla eftirlit og gera meira til að sjá til þess að atvinnurekendur borgi öllum starfsmönnum sínum samkvæmt lögum. Refsa verður þeim sem misnota aðstöðu sína og brjóta lög í þessum efnum. Það væri bæði ódýrara, skilvirkara og áhrifameira en þjóðernissinnadraumur Magnúsar Þórs.

Það er ennþá nóg pláss fyrir fleiri hér á landi, sem vinna, borga skatta inn í kerfið, byggja upp landið með okkur og auðga fjölmenningu sem gerir landið okkar betra fyrir alla. Sem betur fer eru flestir Íslendingar sammála því. Það er sorglegur dagur þegar stjórnmálamenn reyna að nota óraunhæfan ótta og hræðsluáróður til að ná stuðningi landsmanna.

[EN] Watched Silfur Egils today and saw an unbelievable discussion about immigration issues. Magnús Þór Hafsteinsson from the Liberal Party (Frjálslyndir) put forth that immigrants have become a “problem” in this country. When he was asked for examples, he told of many stories that he’s heard.

Ah, yes, stories – you can always use stories when you have no facts to support you. Here’s a fact: unemployment in Iceland has decreased from about 2% in September 2005 to about 1% today, despite the “dreaded” 1 May 2006, when Iceland opened its labour market to the new EU countries. Yet Hafsteinsson spoke of this “flood” of people streaming into the country, stealing jobs from Icelanders. How is it possible to say this while there are more jobs now than one year ago?

The answer is simple – Hafsteinsson is trying to scare people in order to get support. This was underlined with each lie he told. He talked about Muslims who “don’t know our culture and don’t know our language”. What does he expect, that people learn all about Icelandic culture and take Icelandic language classes abroad before they come here? And what does religion have to do with anything? He also spoke endlessly of how we’re a tiny nation that can’t tolerate more people, and that we are not a multicultural country. What century is he living in? He also talked about how some immigrants “don’t need to learn Icelandic”. He’s obviously not familiar with the law that states that foreigners have to take 150 hours of Icelandic language classes in order to get a permanent work and residence permit. And excuse me, but it’s also completely necessary to learn Icelandic if you want to do more than clean offices or work in a fish factory.

That’s how it went – he says one thing, reality is something different. But this is how nationalists and racists the world over talk.

If you take a look at an article Hafsteinsson wrote on his website on 3 November, you can see some charts, graphs and maps that point to how immigrants have increased in Iceland, without saying that employment has grown – not shrinken – at the same time. His object is clearly just to frighten people. The core of the article is that people from eastern Europe (always used to arouse those Cold War emotions) are working for a lower salary than Icelanders, so that Icelandic workers could lose their lobs. As I expected, he couldn’t say how many Icelanders have lost their jobs in this way, but that’s not the point – the point is, who’s to blame for this? Not the people paying the salaries, no – the immigrants themselves are responsible for how much they get paid!

Isn’t the unions and the employers who are responsible for seeing to it that workers are paid according to law? Yes, actually, but it’s a lot easier to point at people who are only trying to get a better life and a better education for themselves and their children, and say that they’re the problem. It takes work to supervise employers, and to make sure that immigrants know their working rights. No, no – better kick them out of the country. Hafsteinsson’s solution, which he described on Silfur Egils, is to set up larger and more complicated immigrant supervision. This isn’t just a waste of money; it also wouldn’t solve the problem.

The solution is this: The Confederacy of Icelandic Labour Unions (ASÍ) has put together some great literature for immigrants, translated into about 20 languages, which explains their working rights. This information needs to get into the hands of each person who moves to this country. At the same time it is needed to do more to supervise employers to make sure that they’re paying their employees according to the law, and punish those who misuse them. This would be both cheaper and more effective than Hafsteinsson’s nationalist dream.

There is still more than enough space for more people in this country who work, pay taxes into the system that we all enjoy, build up this country with us and increase the multiculturalism that makes our country better. Fortunately most Icelanders are an agreement with this. It’s a sad day when politicians try to use unfounded fear to get the support of the country.