07 December, 2006

Kostnaður vegna forvals og fleiri / Campaign costs and more

[ÍS] Hér er þá kostnaður minn vegna forvalsins:

45 kr: Frímerki á bréf til kjörnefndar vegna tilkynningu vegna prófkjörs.

Tæp 700 kr: Heimagerð eplabaka.

1870 kr: Leigubíl í kjörstöðum á Skipholti.

Samtals: 2615 kr. Ég tók engar nótur þannig að það er ekki beint nákvæmt, en svona fór það. Ekki sem verst.

Ég vildi líka benda á svör mín við spurningum frá kjósendi sem heiti Sigurður Sigurðsson:

1) Hvaða stefnu vilt þú taka í ES/EES málum? Á Ísland að sækja um aðild?

Ég tel að Ísland geti unnið með öðrum ríkjum innan ESB og EES án þess að sækja um aðild. Annars er hætta á að neyðast til að taka þátt í einhverju sem Íslendingar eru kannski ósammála og þjónar illa íslenskum hagsmunum. Í stað þess að sækja um aðild væri skynsamlegra að skrifa undir samninga um mál sem Ísland styður en halda sjálfstæði okkar.

2) Viltu beita þér fyrir breytingum á skattakerfinu? Hvaða breytingum þá?

Skattar á fyrirtæki eru 18% á meðan hver manneskja borgar tæp 38%, þannig að hærri tekjur þýða lægri skatta. Ég myndi breyta því með því að lækka persónuskatta og hækka fyrirtækjaskatta. Það þýðir léttari byrðar fyrir fjölskyldar og meira peninga innan kerfisins, sem hægt væri að nota til að styrkja velferðarkerfi landsins og fleira.

3) Hefur þú hugsað þér að berjast fyrir breytingu í samgöngumálum?

Reykjavík notar 50% af sínu svæði sem þjónustusvæði fyrir bíla. Meirihluti í borgarráði vill breikka Miklubraut og strætókerfið er í molum. Engar almennilegar göngu- eða hjólreiðaleiðir eru til í miðbænum. Ég veit að á ýmsan hátt ber borgin ábyrgð á umferðamálum innan borgarmarka, en mér finnst samt að ríkistjórnin geti gert meira til að krefjast þess að Reykjavík og landið allt sé fyrirmynd Evrópu í samgöngumálum. Það á að búa til hagkvæmt, fjölbreytt, og umhverfisvænt samgöngukerfi.

4) Hvert ber að stefna að þínu mati varðandi hvalveiðar?

Segjum að ég ætlaði að stofna nýtt fyrirtæki en ég vissi eftifarandi hluti fyrirfram: Mjög fáir hafa áhuga á að kaupa vörur mínar, fyrirtækið skaðar viðskipti annarra í kringum mig og margir í heiminum hata Ísland ef ég stofna þetta fyrirtæki. Ég neita þó með öllu að vilja gera nokkuð fyrirfram til að breyta ímynd fyrirtækisins til batnaðar. Væri það skynsamlegt fyrir Ísland að styðja svona fyrirtæki? Í stuttu máli sagt: hvalveiðar eru mjög óskynsamlegur fyrir Ísland og Íslendinga.

Og þá . . .

Vil ég aðeins að segja, LOKSINS.

[EN] Here are the costs I incurred during the course of my campaign:

45 kr: Stamp for a letter to the election board announcing my candidacy.

About 700 kr: Homemade apple pie.

1870 kr: Cab to the election headquarters on Skipholt.

Total: 2615 kr. I didn't keep any receipts, so these figures aren't quite exact, but that's about how it went. Not too bad.

I also wanted to point out my answers to some questions sent to me by a voter named Sigurður Sigurðsson:

1) What position do you take regarding the EU/EEA? Should Iceland seek membership?

I believe that Iceland can work with other countries within the EU and the EEA without seeking membership. We can participate with these countries without having to take part in actions that the Icelandic people disagree with, or that would harm the Icelandic economy. It would be wiser to sign agreements regarding matters that Iceland supports, and maintain our independence.

2) Would you focus on changing the tax system? What changes would you make?

Currently, taxes on corporations are at about 18%, while taxes for individuals are at 38%, so that a higher income means lower taxes. I would change this by lowering personal taxes while raising corporate tax. This will mean a lighter burden for families and more money going into the system, which could be used to support the welfare system and more.

3) Have you thought of fighting for changes in the transportation system?

Reykjavik uses 50% of its land in service of the car. The majority in Reykjavik city council wants to widen Miklabraut and the bus system is falling apart. There are no pedestrian or bicycle streets downtown. I know that in many ways city council is responsible for transportation within city limits, but I think the government could do more to demand that the capital and the country as a whole becomes a transportation model for Europe. We must create 
an economic, varied and environmentally sound transportation system.

4) What is your position on commercial whaling?

Let's say I wanted to start a company and knew the following ahead of time: very few have any interest or will have any interest in buying my products, the company will hurt the business of others around me, and many in the world will end up hating Iceland if I start such a company. At the same time, I refuse to do anything to change the image of my company ahead of time. Would it be wise for Iceland to support such a company? In short, whaling is extremely unwise for Iceland and Icelanders.

And so . . .

I just want to say, FINALLY.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home