Takk, Össur! / Thanks, Össur!
Það var líka athyglisvert að Össur skrifaði í sömu grein: "Síðast þegar ég vissi talaði Paul Ni[k]olov ekki íslensku."
Ég hef sjálfur aldrei átt þá ánægju að tala beint við Össur svo ég veit ekki á hverju hann byggir þessa niðurstöðu sína. Eins og margir hafa bent á þá er það nú samt þannig að ég tala íslensku. Ég er að sjálfsögðu enn að læra og ég tala með hreim og hef ekki jafn fullkomið vald á tungunni eins og þeir sem eiga íslensku að móðurmáli. En ég er að leggja mig fram og ég hef fullan hug á að tala íslensku í sölum Alþingis ef ég næ svo langt. Össur heldur einmitt áfram að hrósa mér (aftur ómeðvitað) með því að velta fyrir sér hvernig það væri að hafa mig á Alþingi. Ég er þakklátur fyrir að þingflokksmaður Samfylkingarinnar hafi þó nógu mikið traust á VG til að líta á það sem sterkan möguleika að ég komist á þing. Takk, Össur!
En grein Össurar og þungar áhyggjur hans af færni minni í íslensku undirstrikar aðeins eitt: það er algengt að nöldra yfir því að fólk tali ekki íslensku. Það fer hins vegar minna fyrir því að fólk bryddi upp á lausnum til úrbóta í þessum efnum.
Árangur innflytjendastefnu í landinu má meta eftir því hversu vel hefur tekist til með aðlögun innflytjenda að samfélaginu. Jákvæð aðlögun ætti með réttu að vera helsta takmark innflytjendastefnu hverrar þjóðar. Þess vegna finnst mér það bráðnauðsynlegt að íslenskunámskeið séu ókeypis fyrir innflytjendur. Sú íslenskukennsla á ekki að vera laus í reipunum eða stopul, heldur fylgja skýrum stöðlum og reglum um hvernig íslenska er kennd, eins og er í öðrum námskeiðum. Sú íslenskukennsla ætti einnig að vera boðin í vinnutíma fólks.
Þetta er ein mikilvægasta leiðin til að samþætta fólk af erlendum uppruna inn í íslenskt samfélag. Þessar áherslur eru nokkrar af fjölmörgum sem ég ætla að reyna eftir megni að afla fylgis við. Ég mun leggja hart að mér og með þínum stuðningi getum við gert það að veruleika.
P.S. Ég tek eftir því að nokkrir spyrja hvort ég skrifi allt á ensku og láti svo þýða fyrir mig. Ég lít reyndar á það sem mitt einkamál hvort ég geri það eða ekki, en til að létta af þungri áhyggjubyrði þessara ágætu manna get ég hérmeð upplýst að ég skrifa mínar greinar sjálfur á íslensku. Ég bið hins vegar vini mína stundum að lesa greinarnar yfir og leiðrétta málvillur, því að íslenska mín er ekki fullkomin þótt hún skiljist. Fellur slík hjálpsemi að stöðlum þessara ágætu manna um íslenskufærni? Ég vona í það minnsta að þeim létti við þessar fréttir og geti snúið sér að uppbyggilegri umræðu.
[EN] Some friends of mine have pointed out to me a rather laughable article by Social Democrat (Samfylking) MP Össur Skarphéðinsson. Some of the facts seem to have been misplaced in his piece. Össur praises me indirectly (and without a doubt unconsciously) by calling me the former editor of Grapevine. Unfortunately, I never carried that auspicious title at Grapevine - that was the other foreigner, Bart Cameron - I was just a journalist. Still, good that Össur assumes that I had so much influence over that paper.
It was also interesting that Össur wrote in the same article, "The last time I knew, Ni[k]olov didn't speak Icelandic."
I've never had the pleasure of having a conversation with Össur, so I don't know how he arrived at this conclusion. As many have already pointed out, I do in fact speak Icelandic. I am of course, still learning, I speak with an accent, and I don't have the sort of perfect command of the
language that someone with Icelandic as their mother tongue would have. But I'm working hard at improving my language skills and have every intention of speaking Icelandic in the halls of parliament should I get so far. Here Össur continues to praise me (again unconsciously) by wondering what it would be like to have me in the halls of parliament. I'm grateful that an MP for the Social Democrats has enough faith in the Left-Greens to see it as a strong possibility that I will make it into parliament. Thanks, Össur!
But Össur's article and his heavy heart over my command of Icelandic underlines one thing: it's one thing to complain about people who don't
speak Icelandic - it's quite another to offer solutions as to how to remedy the situation.
How successful any nation’s immigration policy is can be gauged by one simple measure: integration, which should be the primary goal of any country’s immigration policy. This is why I believe that Icelandic classes for foreigners should be free. They should also have to conform to an established educational standard, just like any other class, and be given as a part of working hours.
This is one of the most important ways to integrate people into Icelandic society, and is one of many things I intend to work hard at achieving. With your support, we will make this a reality.
PS. I had also noticed a few people wondering whether I write everything first in English and then have someone translate it for me. I personally think it's my own business whether I do or not, but to lighten the heavy hearts of those who've seemed so worried about this matter, I can tell you that I do write my own articles in Icelandic. I then ask a couple friends of mine to go over it and correct any grammatical mistakes, because my Icelandic isn't perfect even though it's comprehensible. I hope that this will come as a relief to those concerned, and that we can then turn to a constructive discussion.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home