30 January, 2007

Rasismi Borgar Sig Ekki

Þegar ég sá Margréti Sverrisdóttur í sjónvarpinu í gær, að lýsa yfir að hún ætlaði úr Frjálslyndaflokknum, var ég alls ekki hissa. Þegar Magnús Þór Hafsteinsson og Jón Magnússon ákváðu að reyna að bæta við fylgi flokksins með því að halda fram rangfærslu, óraunhæfum ótta og hræðsluáróðri um innflytjendur í haust, fékk flokkurinn smá aukafylgi, af sjálfsögðu - upp í 11% í nóvember. En samkvæmt Fréttablaðið skoðunukönnun hefur það fylgi minnkað niður í 10% á milli nóvember og janúar. Merkilegri er hvernig hinir fjórir flokkanir - og þjóðin öll - hefur brugðist við því, að standa upp á móti þessum hreina hræðsluáróðri og segja: “Nei, þetta eru ekki við, og þetta viljum við ekki.”

Meira að segja hafa margir innan Frjálslyndra sagt að þeir séu á móti þessarri nýju stefnu, í blöðum, í útvarpi og í sjónvarpi, þar á meðal Margrét. Svo mikil er andstæðan innan flokksins að eina leiðin til að koma í veg fyrir að hún næði ekki varaformennsku flokksins var að nota brögð - og þá tapaði hún með aðeins 111 atkvæðum, eða tæpum 7% atkvæða. Það er ekkert skrýtið að hún ákvað að hætta, og hún mun líklega taka marga kjósendur með sér. Þannig myndi “nýji” Frjálslyndiflokkurinn fara aftur niður, líklegri lægra en hann var áður en ákvörðunin var tekin um að nota rasisma til að bæta sig.

Þannig er það: rasismi borgar sig ekki.

En þetta er bara tímanna tákn - nýlega hefur ríkistjórnin gefið út “Stefnu um aðlögun innflytjenda”, sem bendir á - eins og kom fram í Gallup könnun síðasta sumar - að flestir Íslendingar vilja fjölmenningalegt land.

Ég er búinn að lesa stefnuna, og á meðan það sé gott að sjá að ríkistjórnin sé að reyna að benda á rétta leið, er hún óljós, og skilur eftir margir spurningar. Við í Vinstri-Grænum erum nú þegar að búa til hraustlega, frumlega, og skapandi innflytjendastefnu sem verður góð fyrir landið allt, og verður endanlega mótuð á landsfundi okkar í febrúar. Tíminn er löngu kominn fyrir meira en vísbendingar og tillögur. Ég og margir fleiri innan flokksins erum að skapa innflytjendastefnu sem segir nákvæmlega hvað þetta land á að gera til að samþætta fólk sem hingað kemur, til að tryggja velferð og framtíð landsins, og gera Ísland að fyrirmyndalandi í innflytjendamálum fyrir Skandinavíu, Evrópu, og allan heiminn.

Þetta er spennandi tími til að vera í þessu frábæra landi. Aldrei hef ég verið stoltari að vera hluti af þessu landi og þjóð. Langflestir Íslendingar vilja að þetta land byggi á réttlæti og lýðræði, og þá einnig í innflytjendamálum. Mér er ánægja að taka þátt, og við í Vinstri-Grænum myndum tryggja það að innflytjendastefna landsins verði byggð á vilja þjóðarinnar með pratískum leiðum sem yrðu bestar fyrir allt landið. 

Ennþá margt að gera í íslenskukennslunni

Eitt lykilatriði varðandi samþættingu innflytjenda inn í íslensk samfélagi er íslenskukennslan. Um það erum við öll sammála. Í nóvember tilkynnti menntamálaráðneytið að það ætlaði að ráðstafa 100 milljónum í styrki til íslennskukennslu í ár. En í byrjun janúar var reyndar tilkynnt að það væru 70 milljónir. Það vakti athygli mína, og ég spurði í Morgunblaðinu hvað hefði komið fyrir, og bætt líka við fleiri spurningum.

Svarið sem kom frá Áslaugu Huldu Jónsdóttur, ráðgjafa menntamálaráðherra, í Morgunblaðinu þann 26. janúar var að "70 milljónum verður úthlutað til þess að styrkja námskeiðahald í íslensku og 30 milljónum verður til annarra verkefna, s.s. námskrár- og námsefnisgerðar og þjálfunar kennara."

Gott að vita það núna. En í greininni í Fréttablaðinu 2. janúar, "Ráðstafa 70 milljónum í íslenskukennslu í ár", er alls ekki minnst á hinar 30 milljón krónurnar. Gætir það verið að blaðamaðurinn hafi gleymt að segja frá þessi atriði? Já, kannski. Þannig að ég vil líka spyrja, hvað kom fyrir þá áætlunin að námskeiðin yrðu ókeypis, sem menntamálaráðneytið tilkynnti í grein í sama blaði þann 11. nóvember, "Ríkið býður ókeypis námskeið í íslensku"? Kannski gleymdist það líka, og var hvorki sagt frá í janúar, né svaraði í bréfinu hennar Áslaugar. Við sjáum til.

Áslaug var að mestu leyti dugleg að svara spurningum mínum, en það var eitt svar sem vakti athyglið mína, þegar spurt var hvort þessi námskeið væri hluti af vinnutíma, þá svaraði Áslaug: "Það er ekki menntamálaráðuneytisins að vera með tilskipanir á þessi sviði."

Af hverju ekki? Getum við ekki gert betur? Jú, því trúi ég. Til dæmis getur menntamálaráðuneytið boðið fleiri kennara fyrir þau fyrirtæki sem sækjast eftir þeim til að kenna erlendu starfsfólki sínu íslensku, hvar sem þessi fyrirtæki eru á landinu. Það væri kannski skynsamlegra en að bjóða aðeins einum fræðsluaðila, Mími, þann heiður að fá styrki frá ríkinu..

Ég vil þakka Áslaugu fyrir að svara fljótt. Það er ljóst að það er ennþá margt að gera í íslenskukennsluni. En ég trúi því að við getum öll getum skapað fyrirmyndaland í innflytjendamálum. 

16 January, 2007

Íslenskukennslan: Seinni Hluti / Icelandic Classes: Part Two

[ÍS] Ég fékk tölvupóst um daginn varðandi íslenskukennsluna sem benti mér á eitt sem ég hafði ekki tekið eftir, og það er mjög góður punktur:

“My name is Ben Cockerill. I am a British guy who is planning to move to Reykjavík on 5 February.

When researching options for learning Icelandic there seemed to be three major options: Mímir, Endurmenntun Háskóla Íslands and Alþjóðhúsið. Having a Bachelors Degree in Linguistics and German and basic Icelandic I thought that Endurmenntun would be the best option for me to learn good Icelandic quickly.

On contacting Endurmenntun to enrol I was told that there is a 90% chance that classes will not be running due to lack of numbers. This lack of numbers being in part due to other course providers having lowered their fees to levels at which Endurmenntun could not compete. This fee reduction having been made in anticipation of receipt of some of the 70,000,000 kr. that are to be awarded to Icelandic language teaching organisations.”


Þannig er það: kaldhæðnislega, þá reyndar geta þessir styrkir, sem menntamálaráðuneytið ætlar að gefa Mími, minnkað eftir því hversu mörg námskeið eru í boði.

Þess vegna myndi ég gera kröfu:

1) að þessi námskeið séu ókeypis (þar á meðal að menntamálráðuneytið standi við fyrsta loforð sitt um 100 milljón króna styrk),

2) að þessi námskeið fylgi eftir einhverjum reglum um hvernig íslenska er kennd, eins og er í öðrum námskeiðum,

3) að menntamálaráðuneytið heyra frá nemendunum sjálfum hvað virkar best í kennslu, til þess að finna út hvaða staðall er bestur,

4) að þessi námskeið væru hluti af vinnutíma, til dæmis 4 klukkustundir á viku, eins og er gert hjá Svæðisskrifstofu Reykjaness um Málefna Fatlaðra, og

5) að menntamálaráðneytið búa til fleiri námskeið, bæði fyrir þá sem búa innan og utan höfuðborgsvæðisins.

Ef við viljum að þeir sem flytja hingað aðlagist innan íslenska samfélagsins, þá eru þessir fimm punktar góð byrjun. 

[EN] I received an e-mail the other day regarding Icelandic classes that I hadn’t even thought of, and makes a very good point:

“My name is Ben Cockerill. I am a British guy who is planning to move to Reykjavík on 5 February.

When researching options for learning Icelandic there seemed to be three major options: Mímir, Endurmenntun Háskóla Íslands and Alþjóðhúsið. Having a Bachelors Degree in Linguistics and German and basic Icelandic I thought that Endurmenntun would be the best option for me to learn good Icelandic quickly.

On contacting Endurmenntun to enrol I was told that there is a 90% chance that classes will not be running due to lack of numbers. This lack of numbers being in part due to other course providers having lowered their fees to levels at which Endurmenntun could not compete. This fee reduction having been made in anticipation of receipt of some of the 70,000,000 kr. that are to be awarded to Icelandic language teaching organisations.”


That’s how it is: ironically, this support that the Ministry of Education intends to give Mímir could actually reduce the number of Icelandic classes available.

This is why I would ask:

1) that these classes be made free (including the Ministry of Education standing by its original promise of 100 million ISK).

2) that these classes follow some sort of guidelines as to how they are taught, as is done in other classes,

3) that the Ministry of Education hear from the students themselves what types of teaching works best, in order to find the standard that works best,

4) that these classes be a part of working hours, for example 4 hours a week, as is done at the Reykjanes Regional Office of Disabled Persons’ Affairs,

5) that the Ministry of Education create more language classes, both for those within and outside the capital area.

If we want those who move here to integrate into Icelandic society, then these five points would be a good start.

04 January, 2007

Íslenskukennslan: Hvað Kom Fyrir, og Hvernig Verður Hún? / Icelandic Classes: What Happened, And What Will Happen?

[ÍS] Ég sá frétt um daginn að menntamálaráðuneytið muni ráðstafa 70 milljónum króna í styrki til íslenskukennslu fyrir útlendinga í ár. Að mörgu leyti eru það víst góðar fréttir, en í nóvember var ráðuneytið að lofa 100 milljónum fyrir næsta ár, og að námskeiðin væru ókeypis.

Hvað kom þá fyrir? Og ætlar ráðneytið að lækka styrki ennþá meira?

Og þá koma fleiri spurningar:

Stefán Stefánsson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, sagði Fréttablaðinu að “Verkefnisstjórn hafi verið sett á laggirnar og unnið stíft. Vinna við námskrárgerð og námsefnisgerð sé þegar hafin og svo verði farið í það að kanna menntun kennara.”

Gott að heyra. En ætlar ráðneytið að spurja þá útlendinga sem hafa stundað íslenskukennsluna hérlendis um þeirra ráð?

Hvernig verður menntun og reynslan kennara könnuð? Hver verður staðallinn fyrir þessi námskeið og kennara?

Ætlar ráðuneytið að búa til fleiri námskeið, bæði fyrir þá sem búa innan og utan höfuðborgsvæðisins?

Eins og ég hef benti á, þá er það er nógu erfitt að finna tíma til að fara í nám og læra heima á meðan maður þarf að sinna 100% starfi og sjá um fjölskylduna. Þess vegna myndi ég gera kröfu um að þessi námskeið væru hluti af vinnutíma, til dæmis 4 klukkustundir á viku, eins og er gert hjá Svæðisskrifstofu Reykjaness um Málefna Fatlaðra. Eru nokkra áætlanir í gangi til að hafa íslenskunámskeið sem hluta af vinnutíma?

Mér finnst þessar spurningar bara eðlilegar og sanngjarnar. Íslenskunámskeið á ekki vera skylda, heldur réttindi. Ef ríkistjórnin er sammála, þá væri gott að sjá að hún taki það alvaralega.

[EN] I saw news the other day that the Ministry of Education intends to support Icelandic language classes for foreigners with 70 million ISK this year. In many ways this is good news, but last November the ministry said it was going to give 100 million, and make the classes free of charge.

What happened? And does the ministry intend to lower the support even more?

More questions come to mind:

Stefán Stefánsson, the department head of the Ministry of Education, told Fréttablaðið that, “Project management is well underway. Work on cirriculum and materials has already begun and we’ll also be assessing the education of the teachers.”

Good to hear, but does the ministry intend on asking any foreigners who’ve taken these courses for their advice?

By what standard will the education and experience of the teachers be measured? What will be the standard for these teachers and classes?

Does the ministry intend on creating more classes, for those who live both within and outside the capital area?

As I’ve pointed out in the past, it’s hard enough to go to classes and study at home while one has to work a full-time job and take care of a family. That’s why I would emphasise that these classes be a part of working hours – for example, 4 hours a week, as is done in the Reykjanes Regional Office of Disabled Peoples’ Affairs. Are any plans in the works to have these classes as a part of the working hours?

I think these questions are fair and reasonable. Icelandic classes shouldn’t be seen as an obligation, but a right. If the government agrees, it would be good if it took this seriously.