Reykjavík: fyrir bíla eða fólk?
Þetta er eitthvað sem ég þekki mjög vel af eigin reynslu. Heimaborgin mín, Baltimore í Bandaríkjunum, er líka algjör skipulagsmartröð. Þegar Martin Luther King Boulevard, í suðvesturhluta borgarinnar, var breikkuð þá var svæðinu vestur af Martin Luther King Boulevard líka að eyju og breyttist þá frá því að vera fínt hverfi í eitt af hættulegastu og fátækastu hverfum borgarinnar á innan við nokkra áratugi. Auk þess skiptir I-83 hraðbraut, sem byggð var til að þjónusta einkabílinn, borginni næstum því í tvennt. Þetta eru bara tvö af mörgum dæmum frá heimaborginni minni Baltimore.
Viljum við að skera Reykjavík niður í nokkrar ótengdar eyjar sem eru mengaðar af svifryki og útblæstri frá einkabílum? Eða viljum við að læra af mistökum annarra? Ég held að við ættum að reyna að gera ekki sömu mistök og voru til dæmis gerð í borginni þar sem ég ólst upp. Það krefst auðvitað þáttöku frá íbúum, borgarstjórn og þingmönnum. Til að byrja með þarf að tryggja að málaflokkurinn fái nægilegt fjármagn í samgönguáætlun. En til að minnka umferðina í þriðja hverfi og fleiri hverfum Reykjavíkur er ekki nóg til að fræða fólk um aðra umferðavalkosti - það þarf líka að gera þá að raunhæfum valkosti. Við eigum að hvetja fólk til að ganga, hjóla og taka strætó, af sjálfssögu. Við getum líka takmarkað notkun á tilgangslausum nagladekkjum, lækkað hámarkshraðann, og sett Miklubraut í stokk. En hvað með að leggja fleiri göngu- og reiðhjólastíga í borginni? Hvað með að lækka verðið í strætó? Eða reyna að stýra bílaumferðinni frá helstu íbúasvæðunum?
Sumir segja að við ættum ekki að fara í stríð við bíleigandur. Það viljum við Vinstri græn ekki heldur. En við bendum bara á að flestum Íslendingum þykir meira vænt um fjölskylduna sína en bílinn sinn. Það er nóg pláss fyrir hvort tveggja í þessari borg - við viljum að fólkið og heilsa þess hafi meira vægi en bílarnir. Reykjavík þarf alls ekki að verða annað Baltimore.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home