14 February, 2007

Innflytjendastefna VG: Framtíðin Er Núna

Í dag birtist í fréttunum ný skýrsla frá European Commission against Racism and Intolerance (ECRI) sem fjallar um hvernig mörg lönd eru að taka á móti innflytjendum, þar á meðal á Íslandi. Og þrátt fyrir nýja innflytjendastefnu sem ríkistjórnin hefur gefin út, bendir ECRI skýrslan á það sem við í Vinstri-Grænum höfum sagt - að innflytjendastefna ríkisins gerir ekki nóg til að tryggja það að við eigum kerfi sem er gott fyrir landið allt. Sem betur fer gerir innflytjendastefna VG nú þegar meira en ECRI hefur mælt með.

Tökum þrjú dæmi:

1) Íslenskukennslan. Í grein 91 stendur, "Only in a few cases are immigrants allowed to attend language courses during working hours. Furthermore, they often need to travel long distances to attend these courses. In addition, while the quality of language courses is reportedly better in the Reykjavik area, ECRI has received consistent reports according to which in some other areas the quality of teaching is not good enough."

Já, við í VG eru sammála. Að ríkið bjóði 70 milljóna króna styrk til aðeins eins fræðsluaðila, Mímis, er alls ekki nóg til að tryggja þess að þeir sem hingað komi geti lært íslensku almennilega - eins og allir Íslendingar vilja. Þess vegna höfum við nú þegar lagt fram þá tillögu að íslenskukennslan verði ókeypis og hluti af vinnutíma, með því að bjóða kennurum að koma á vinnustaði þar sem erlendir verkamenn vinna 4 tímar á viku (eins og er gert t.d. hjá Svæðisskrifstofan Reykjanes), fylgja eftir staðli varðandi námsefni og kennara, og að þessi þjónusta verði fáanleg hvar sem er á landinu. Fyrir okkur er það bara sjálfsagt mál, og það hjálpar þeim sem koma hingað að verða hluti af okkar samfélagi. Það viljum við öll.

2) Atvinnuréttindi. Í grein 90 stendur, "In its second report, ECRI considered that the system of granting temporary work permits to the employer and not to the employee left the foreign employees in a vulnerable situation. It noted, for instance, that individuals might feel reluctant to complain in cases of unequal treatment or breach of employment contracts for fear of losing residence rights in Iceland."

Alveg rétt. Og jafnvel ef innflytjendur ákveða til að fara í annað starf, þá þarf hann samt að bíða eftir að nýja vinnuleyfið verði samþykkt - í flestum tilfellum tekur það nokkra mánuði - og má hann ekki fá laun fyrir vinnu á meðan leyfið er ósamþykkt, ef það verður þá samþykkt. Þess vegna höfum við lagt til að atvinnuleyfi verður gert fyrir manneskjuna sjálfa, en ekki atvinnurekendur. Enn fremur, krefjumst við þess að upplýsingar um atvinnuréttindi og skyldur innflytjandans, sem hefur verið þýtt yfir á hans tungamál, verði sent í pósti heim til hans. Þessar tillögur sjá til þess að enginn atvinnurekandi geti svindlað hvort heldur innflytjendur eða Íslendingar, og að sanngjarn vinnumarkaður verði tryggður.

3) Kvenfrelsi. Í grein 71 stendur, "ECRI notes that at present, if a foreign woman with a residence permit on grounds of marriage or cohabitation leaves her partner within three years of being granted the permit, she loses her residence rights. As a result, many women are reported to have endured violent relationships in order to avoid being deported."

Fyrir okkur í Vinstri-Grænum er það sjálfsagt mál að enginn þurfi að þola heimilisofbeldi. En óhamingjusöm hjónabönd eru ekki bara vegna ofbeldis - það eru margar góðar ástæðar af hverju fólk getur ekki verið gift lengur. Það vitum við öll. Af hverju mega innflytjendur þá einungis fá leyfi til að skilja við makan sinn vegna heimilisofbeldis? Enn fremur, þurfa innflytjendur sem giftast Íslendingum að sanna að hjónbandið sé byggt á sönnum tilfinningum áður en þeir geta notið þess sem fylgir því að vera giftur Íslendingi. Ef hjónabandið er nú þegar samþykkt sem "alvöru hjónaband", af hverju eru þá þessi "3ja ára lög" til? Við í Vinstri-Grænum trúum á kvenfrelsi, óháð því hvaðan úr heiminum kona er. Þess vegna krefjumst við þess að allar konur á Íslandi eiga sömu réttindi.

Það er ekki nóg pláss í einni grein til að segja frá öllum sem við ætlum að gera. En í stuttu máli, við í Vinstri-Grænum ætlar að bjóða innflytjendastefnu sem er góð fyrir landið allt. Að við tökum vel á móti þeim sem hingað koma, og hjálpum þeim eins mikið og hægt er til að verða hluti af íslensku samfélagi. Ég trúi því að langflestir Íslendingar hafi þesa ósk í hjörtum sínum, og það er einmitt það sem við ætlum að bjóða.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sæll Paul. Fín grein að mörgu leyti hjá þér og mikilvægt að berjast fyrir réttindum innflytjenda.

Mér þykir hins vegar verra að sjá að þú ferð ekki rétt með staðreyndir varðandi atriði sem þú gagnrýnir. Þú segir að Mímir, einn fræðsluaðila, fái 70 milljónir vegna íslenskukennslu. Það er alrangt. Hins vegar getur verið að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (sem þú getur lesið um á www.frae.is) hafi fengið þessa upphæð til úthlutunar. Ég legg því til að þú kynnir þér þessi mál betur og biðjist að því loknu afsökunar á þessum röngu fullyrðingum. Þær eru ekki til þess fallnar að auka trúverðugleika þinn.

11:29 AM  
Blogger Paul F Nikolov said...

Takk fyrir það, Ingibjörg.

Ég fagna því mjög að heyra að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins getur líka fengið styrkt.

Eins og Áslaug Hulda Jónsdóttir, ráðgjafi menntamálaráðherra hefur bent mér á verður 70 milljón úthlutað til þess að styrkja námskeiðahald í íslensku og 30 milljónum verður varið til annarra verkefna í tengslu við þessari námskeið. Og Stefán Stefánsson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, hefur líka sagt frá þessi tölur. Ef Fræðslumiðstöð atvinnulífsins gæti fengið þessa upphæð til úthlutunar, eins og þú sagðir, þá er það bara góðar fréttir!

7:21 AM  

Post a Comment

<< Home