Bandaríkjamenn hafna „amerísku leiðinni“
Kerfið er auðvitað ekki fullkomið - þar er bæði mannekla og fjárskortur. Flestir eru sammála því að við ættum ekki henda út velferðakerfinu okkar, en sumir hafa talað um „ameríska kerfið“ sem fyrirmynd, annaðhvort í bland við opinbert velferðiskerfi eða jafnvel sem allt aðra leið í þessum málaflokki. Ég tel að það væri mikil mistök - ekki bara út frá minni eigin reynslu af því hvernig er að búa við bandarískt heilbrigðiskerfi, heldur líka út af því sem margir Bandaríkjamenn benda sjálfir á.
Það er satt að Bandaríkin bjóða upp á glæsilega heilbrigðisþjónustu, fyrir þá sem eiga efni á því. En árið 2005 voru tæp 46 milljónir Bandaríkjamanna án heilbrigðistrygginga - eða tæp 15% landsmanna - af því að stór hluti af heilbrigðikerfi Bandaríkjanna er á höndum einkafyrirtækja. Þeir sem geta borgað fá góða þjónustu, en hinir sem geta það ekki sitja í súpunni.
Fólkið sem ekki getur borgað fyrir heilbrigðistryggingu sleppur ekki létt ef eitthvað kemur upp á. Ef maður veikist eða lendur í slysi er alls ekki skýrt hvort og hvað heilbrigðistryggingin nær utan um. Í Bandaríkjunum er heilbrigðisþjónusta fólks fyrst og fremst viðskipti og þau reyni sitt besta til að heilbrigðisfyrirtækin borgi sem allra minnst og láta svo neytandann borga afganginn. Og ef maður er svo heppinn að tryggingingarnar borgi einhver hluta, þá hækka fyrirtækin mánuðargjöldin í staðinn. Þannig er fólki refsað fyrir að biðja um hjálp sem það hefur nú þegar búið að borga fyrir.
En hvað með að blanda einkarekinni heilbrigðisþjónustu við opinberu velferðaþjónustuna okkar? Augljóst er að það myndi draga peninga, mannafl og þjónusta frá opinberu heilbrigðisþjónustuna, og þannig breikka bilið á milli þeirra sem fá mest og þeirra sem fá minnst.
Það viljum við ekki á Íslandi. Greinilega vilja þau það ekki í Bandaríkjunum heldur - skoðanakönnun frá því í febrúar bendir til þess að 64% Bandaríkjamanna telja að ríkisstjórn eigi að bera ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni. 55% finnst það vera fyrsta forgangsverkefni bandaríska löggjafarþingsins og 59% sögðust vera tilbúin að borga hærri skatta ef það tryggði aðgang að almennri heilbrigðisþjónustu.
Ef Bandaríkjamenn eru sjálfir ósáttir við amerísku leiðina, af hverju ættum við að vilja fara þá leið hér? Eigum við ekki frekar að læra af mistökum annarra?
0 Comments:
Post a Comment
<< Home