30 January, 2007

Ennþá margt að gera í íslenskukennslunni

Eitt lykilatriði varðandi samþættingu innflytjenda inn í íslensk samfélagi er íslenskukennslan. Um það erum við öll sammála. Í nóvember tilkynnti menntamálaráðneytið að það ætlaði að ráðstafa 100 milljónum í styrki til íslennskukennslu í ár. En í byrjun janúar var reyndar tilkynnt að það væru 70 milljónir. Það vakti athygli mína, og ég spurði í Morgunblaðinu hvað hefði komið fyrir, og bætt líka við fleiri spurningum.

Svarið sem kom frá Áslaugu Huldu Jónsdóttur, ráðgjafa menntamálaráðherra, í Morgunblaðinu þann 26. janúar var að "70 milljónum verður úthlutað til þess að styrkja námskeiðahald í íslensku og 30 milljónum verður til annarra verkefna, s.s. námskrár- og námsefnisgerðar og þjálfunar kennara."

Gott að vita það núna. En í greininni í Fréttablaðinu 2. janúar, "Ráðstafa 70 milljónum í íslenskukennslu í ár", er alls ekki minnst á hinar 30 milljón krónurnar. Gætir það verið að blaðamaðurinn hafi gleymt að segja frá þessi atriði? Já, kannski. Þannig að ég vil líka spyrja, hvað kom fyrir þá áætlunin að námskeiðin yrðu ókeypis, sem menntamálaráðneytið tilkynnti í grein í sama blaði þann 11. nóvember, "Ríkið býður ókeypis námskeið í íslensku"? Kannski gleymdist það líka, og var hvorki sagt frá í janúar, né svaraði í bréfinu hennar Áslaugar. Við sjáum til.

Áslaug var að mestu leyti dugleg að svara spurningum mínum, en það var eitt svar sem vakti athyglið mína, þegar spurt var hvort þessi námskeið væri hluti af vinnutíma, þá svaraði Áslaug: "Það er ekki menntamálaráðuneytisins að vera með tilskipanir á þessi sviði."

Af hverju ekki? Getum við ekki gert betur? Jú, því trúi ég. Til dæmis getur menntamálaráðuneytið boðið fleiri kennara fyrir þau fyrirtæki sem sækjast eftir þeim til að kenna erlendu starfsfólki sínu íslensku, hvar sem þessi fyrirtæki eru á landinu. Það væri kannski skynsamlegra en að bjóða aðeins einum fræðsluaðila, Mími, þann heiður að fá styrki frá ríkinu..

Ég vil þakka Áslaugu fyrir að svara fljótt. Það er ljóst að það er ennþá margt að gera í íslenskukennsluni. En ég trúi því að við getum öll getum skapað fyrirmyndaland í innflytjendamálum. 

0 Comments:

Post a Comment

<< Home