18 March, 2007

Írak: Aldrei Aftur

Á þriðjudaginn verða fjögur ár liðin frá byrjun innrásarinnar í Írak. Þetta er sorglegur dagur í sögu Bandaríkjanna og heimsins, fyrir þær þúsundir sem hafa verið drepnar og særðar bæði líkamlega og andlega. Að ein ríkistjórn taki þá ákvörðun að gera innrás inn í land byggða á rangfærslu og einhliðavaldi er nógu slæmt - að tveir menn í íslenskri ríkisstjórn taki þá ákvörðun að styðja hana og gera það á ólýðræðislegan hátt, á meðan 78% landsmanna voru andvígir því að styðja innrásina, gerir það enn verra. Svona löguðu höfum við í VG lengi mótmælt, og þegar við erum komnir í ríkistjórn mun Ísland aldrei aftur styðja eða taka þátt í slíku ofbeldi.

Mánudagskvöldið 19. mars munu hinir staðföstu stríðsandstæðingar efna til baráttusamkomu í Austurbæ, þar sem hernáminu verður mótmælt og þess krafist að íslensk stjórnvöld axli ábyrgð vegna hins svívirðilega stuðnings við ólöglegt árásarstríð. Ég hvet ykkur öll til að mæta.

Meira hér.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home