Til að tryggja hagnaðinn
Eins og fram kom í niðurstöðum úr rannsókn sem birt var í Markaðnum nýlega sparaði þátttaka útlendinga á íslenskum vinnumarkaði meðalheimilinu 123 þúsund krónur á síðasta ári. En til að tryggja að svo verði áfram þurfum við gera eins mikið og hægt er til að útlendingar samlagist íslensku samfélagi. Út á það gengur stefna Vinstri grænna í málefnum innflytjenda.
Af hverju leggjum við svona mikla áherslu á málefni útlendingar og innflytjenda? Er ekki nóg til að bjóða fólki að koma hingað, og svo sjái þau sjálf um afganginn? Greinalega ekki. Ef við horfum til dæmis til Þýskalands, Danmerkur og Hollands þá sjáum við áranginn af slíkri stefnu. Við Íslendingar erum aftur á móti svo heppin að við höfum tækifæri til að læra af mistökum annarra þjóða í þessum efnum.
Innflytjendastefnan okkar kveður á um að allar þær manneskjur sem hingað koma eigi að vera upplýstar um réttindi sín og skyldur í samfélaginu. Við krefjumst þess að bæði ríkisstjórn og sveitarfélag sjái til þess að þessar upplysingar komist í hendurnar á sérhverri manneskju sem hingað kemur. Þetta mun tryggja að fólkið sem hingað kemur veit strax hvað hvaða reglur gilda á vinnumarkaðnum, í skólanum, heilbrigðiskerfinu og víðar. Slíkt fyrirkomulag myndi líka tryggja að atvinnurekendur geti ekki svindlað á erlendu vinnuafli og þannig grafið undan réttindum og kjörum okkar allra með félagslegum undirboðum sem innfæddir Íslendingar sætta sig ekki við.
Í innflytjendastefnu okkar kemur líka fram að íslenskukennsla er lykillatriði í samþættingu og aðlögun þeirra sem hingað koma til að vinna og búa. Þess vegna ætlum við að bjóða ókeypis íslenskunámskeið og setja skýr viðmið um námsefni og kennsluaðferðir sem henta fullorðnum. Við viljum líka tryggja að til boða standi að læra íslensku á vinnutíma, en við viljum líka vera viss um að þeir sem hvorki eru í vinnu né í skóla hafi aðgang að samskonar kennslu. Þetta hjálpar til að tryggja að fólk sem hingað kemur geti lært tungumálið okkar.
En þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Innflytjendastefna Vinstri grænna gerir meira til að tryggja samþættingu og aðlögun fólks sem hingað kemur en aðrir flokkar hafa lagt til. Þannig forðumst við þau mistök sem gerð hafa verið í öðrum löndum.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home