21 November, 2006

Þjónusta við innflytjendur: Einungis ábyrgð borgarinnar? / Immigration Services: Only the City’s Responsibilty?

[ÍS] Þjóð sem hefur opnað vinnumarkað sinn fyrir einstaklingum frá öðrum löndum ber skylda til að gera það sem hún getur til að tryggja að þessum einstaklingum séu kynnt réttindi sín og opnaðir allir möguleikar til þess að vera virkir meðlimir í samfélaginu. Árángursríkur innflytjenda stefna má meta því hversu vel hefur tekið til með aðlögun innflytjenda að samfélaginu, sem ætti því með réttu að vera helsta takmark innflytjendastefnu hverrar þjóðar. Allt sem þarf að gera er að litast um og spyrja: er þessi ríkisstjórn að gera nóg til þess að ganga úr skugga um að innflytjendur læri tungumálið? Er þeim séð fyrir upplýsingum sem þeir þurfa varðandi réttindi og skyldur? Eru börnum innflytjenda veitt sú aðstoð sem þau þurfa í skóla, varðandi tungumál og félagslega aðlögun svo þau fái sömu menntun og önnur börn? Í stuttu máli, er þessi ríkisstjórn að gera allt sem hún á að gera til að aðlaga fólk sem hleypt er inn í landið?

Á Íslandi er mikið af þjónustu í boði ýmissa samtaka um allt land. Hér í Reykjavík er Alþjóðahúsið (The Intercultural Centre) helstu samtök fyrir samfélag innflytjenda á Íslandi. Fámennt starfslið þess veitir einstaklingum sem nýkomnir eru til landsins margþætta þjónustu frá lagalegri ráðgjöf til þýðinga, frá íslensku námskeiðum til þjónustu við börn. Flestir ef ekki allir, af u.þ.b. 5.000 innflytjendum sem búa í Reykjavík hafa snúið sér til Alþjóðahússins eftir aðstoð, jafnvel mörgum sinnum og munu vonandi halda áfram að gera það. Ég segi vonandi af því að Borgarstjórn Reykjavíkur- sem Alþjóðahúsið treystir á fjárhagslega- hefur nýlega ákveðið að skerða framlög til Alþjóðahússins um þriðjung, úr 30 milljónum króna á ári niður í 20 milljónir. Þetta gæti vel þýtt skerðingu á þeirri þjónustu sem Alþjóðahúsið getur veitt. Ástæða þessarar fjárhagslegu skerðingaru? Peningurinn á að renna til tveggja nýrra þjónustumiðstöðva innflytjenda; einnar til austurs og annarrar í Hlíðunum.

Ég fagna fjárhagsstyrk þessara nýju þjónustumiðstöðva og ég skil að borgin hefur ekki milljónir á reiðum höndum. Hins vegar veitir Alþjóðahúsið ýmis konar ómissandi þjónustu fyrir stóran hluta af íbúum borgarinnar. Þeir hafa einfaldlega ekki efni á fjárhagsskerðingu, og Ísland hefur það ekki heldur.

Þessi staða undirstrikar þörf þess að ríkið taki virkari þátt í þjónustu við aðlögun innflytjenda. Í vor munu rúmlega 33 milljónir íslenskra króna á ári losna úr fjárlögum þegar hvalveiðum í vísindalegum tilgangi verður hætt. Hluti þessa fjármagns gæti farið í að styðja Alþjóðahúsið. Hvaðan sem fjármagnið kemur er eitt alveg ljóst: peningarnir sem sparast með því að skerða fjárveitingu til þjónustu við aðlögun innflytjenda tapast margfallt í því sem það mun kosta okkur til langs tíma litið ef það fólk sem kemur til landsins getur ekki lært tungumálið, hlýtur ekki viðunandi menntun og hreinlega fær ekki tækifæri til að verða fullgildir og virkir meðlimir þjófélagsins.

Aðlögunarþjónusta er hagstæð fyrir allt Ísland. Ekkert okkar hefur efni á að vera án hennar. 

[EN] A nation that has opened its labour market to people from other countries has an obligation to do what it should to ensure that these people are provided with the tools they need to become fully active members of society. How successful any nation’s immigration policy is can be gauged by one simple measure: integration, which should be the primary goal of any country’s immigration policy. All one need do is look around and ask, Is this government doing enough to make sure the people they import learn the language? Do they provide them with the information they need regarding their rights and obligations? Are the children of immigrants being provided with the help they need in school, in terms of language and socialisation, so that they can have the same education as any other child? In short, is this government doing everything it should to integrate the people they bring into this country?

In Iceland, there are numerous beneficial programs that are provided for by various organisations all over the country. Here in Reykjavík, the most prominent organisation for the immigrant community is Alþjóðahúsið (The Intercultural Centre). This small staff provides Iceland’s new arrivals with a gamut of services, from legal advice to translation, from Icelandic classes to children’s services. Most, if not all, of the roughly 5,000 immigrants living in Reykjavík have gone to Alþjóðahúsið for help, often multiple times, and will hopefully continue to do so. I say hopefully because the City Council of Reykjavík – upon which Alþjóðahúsið depends for its budget - has recently decided to cut Alþjóðahúsið’s funding by a third, from 30 million krónur a year to 20 million. This may very well mean a cutback in the services that Alþjóðahúsið can provide. The reason for the budget cut? That money is going to go to two new immigration centres; one in the east and one in Hlíðar.

I applaud the funding of these two new centres, and I understand that the city doesn’t have millions at its disposal. But Alþjóðahúsið provides numerous essential services for a very significant proportion of this city’s residents. They simply cannot afford to have their funding cut. And neither can Iceland.

This situation underlines the need for the state to get more actively involved in providing immigrant integration services. This spring, more than 33 million ISK will be freed up in the annual budget when scientific whaling is ended. A portion of this could go towards supporting Alþjóðahúsið. Wherever the money comes from, one thing is clear: The money saved from cutting funding from services that help the immigrant integration process is negated many times over by what it will cost us all, in the long run, if the people coming to this country cannot learn the language, cannot get a decent education, and basically cannot get the tools they need to become fully active members of society.

Integration services is beneficial to all of Iceland. None of us can afford to be without them.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home