29 November, 2006

Tímabær sjálfstæð utanríkisstefna / Time for an Independent Foreign Policy

[ÍS] Ég las í Fréttablaðinu í dag að stjórnvöld eru loksins sammála landsmönnum í einu máli: það voru mistök að styðja innrásina í Írak. Eins snemma og í janúar 2003 voru að minnsta kosti 78% prósent landsmanna andvíg því að Ísland færi á lista “staðfastra þjóða.” Þetta var m.a. niðurstaða Gallup-könnunar en samt tóku stjórnvöld ákvörðun um að hlusta ekki á sín eigin þjóð. Formaður Framsóknarflokksins Jón Sigurðsson segir nú að stuðningurinn hafi verið rangur eða mistök, og að ákvarðanir íslenskra stjórnvalda um málefni Íraks hafi verið byggð “á röngum upplýsingum.” Alþingiskona Sjálfstæðisflokksins Drífa Hjartardóttir tók í sama streng þegar hún sagði að menn hafi “tekið ákvörðun út frá þeim staðreyndum sem þá lágu fyrir.”

Mín skoðun er sú að hvort upplýsingar voru rangar eða réttar skiptir ekki höfuðmáli - það var samt ólýðræðislegt að fara gegn vilja þjóðarinnar með því að styðja stríðið. Það er mesta “staðreyndin” í málinu, og var hunsað eins og það skipti ekki máli.

Þetta mál undirstrikar hversu brýnt það er að Ísland framfylgi sjálfstæðri utanríkisstefnu. Ísland getur alveg skrifað undir – eða neitað að skrifa undir – samninga við önnur lönd sem snúast um viðskipti, umhverfismál, og líka varnarmál. Það eina sem Ísland þarf virkilega að varast er að vera haldið fast inni í “allt eða ekkert”-samningum þar sem önnur ríkistjörn, hvort sem það er Bandaríkin eða ESB, ræður för.

Önnur lexía úr Íraksmálinu er að varnarframtíð Íslands þarf að vera í höndum þjóðarinnar sjálfrar. Það er þjóðin sjálf sem ræður hvaðan varnarþjónusta kemur, hvernig hún er uppbyggð og hvort hún á yfirleitt að vera til staðar frá öðrum ríkjum. Það getur verið að friðsöm þjóð eins og Íslendingar ákveði nú að við þurfum ekki bein tengsl við erlenda herþjónustu. En það er brýnt að þjóðin – og ekki leynihópur innan ríkistjórnar – taka þessa ákvörðun.

Að lokum er mikilvægt að muna að friðsöm og hlutlaus þjóð er miklu öruggari en styrjaldaglöð lönd, og Ísland er ein friðsamlegasta þjóð heims. Sjálfstæð utanríkisstefna sem er í höndum íslensku þjóðarinnar mun gera okkur miklu öruggari en hvaða varnarsamningur sem er.

[EN] I read in Fréttablaðið today that the government is finally in agreement with the people over one issue: that it was a mistake to support the invasion of Iraq. As early as January 2003, at least 78% of those polled by Gallup said they were against Iceland joining “the coalition of the willing”, but the government decided to jump on board anyway, and didn’t think it was important to listen to its own people. Progressive Party (Framsókn) chairman Jón Sigurðsson now says that supporting the invasion had been either wrong or a mistake, and that the decision of the government to support the invasion had been based on “the wrong information”. One MP for the Independence Party (Sjálfssæðisflokkurinn) Drífa Hjartardóttir took the same tone when she said that the decision was taken “based on the facts that were available at the time.”

In my opinion, whether the information about Iraq was right or wrong isn’t the issue here – it was still undemocratic to go against the will of the people by supporting the war. This is the biggest fact in this matter, and was ignored as if it doesn’t matter.

This matter underlines how important it is that Iceland establishes an independent foreign policy. Iceland can certainly sign – or refuse to sign – agreements with other countries concerning business, the environment, and also defense. What Iceland needs to avoid is being stuck in an “all or nothing” deal where another power, whether it’s the United States or the European Union, decides matters for us.

Another lesson from the Iraq debacle is that Iceland’s defense future needs to be in the hands of the people. It’s the people who must decide where our defense service comes from, how it’s developed and whether it has to come from other countries. It could very well be that a peaceful people such as the Icelanders don’t want to have any connections with a foreign military. But it is important that the people – and not a secret group within the government – take these decisions.

In closing, it’s important to remember that a peaceful and neutral people are much safer than a militarized state, and Iceland is one of the most peaceful countries in the world. An independent foreign policy in the hands of the Icelandic people would make us much safer than any defense agreement ever could.  

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

,,Staðreyndir lágu ekki allar fyrir''? ,,Rangar upplýsingar''?
Þetta er nú bara fyndið; sko, ekki haha-fyndið, heldur ,,ég verð bara að hlæja núna, því annars brotna ég bara niður og grenja''-fyndið.
Spurningin var hvort ætti að fara í stríð. Sú staðreynd lá fyrir og það var ekki ,, rangar upplýsingar''. Slíkt ætti að vera nóg efni í stórt og feitt:
nEheI!!!

-hvaff

5:34 PM  

Post a Comment

<< Home