31 March, 2007

Flaut

Flaut hingað.

18 March, 2007

Írak: Aldrei Aftur

Á þriðjudaginn verða fjögur ár liðin frá byrjun innrásarinnar í Írak. Þetta er sorglegur dagur í sögu Bandaríkjanna og heimsins, fyrir þær þúsundir sem hafa verið drepnar og særðar bæði líkamlega og andlega. Að ein ríkistjórn taki þá ákvörðun að gera innrás inn í land byggða á rangfærslu og einhliðavaldi er nógu slæmt - að tveir menn í íslenskri ríkisstjórn taki þá ákvörðun að styðja hana og gera það á ólýðræðislegan hátt, á meðan 78% landsmanna voru andvígir því að styðja innrásina, gerir það enn verra. Svona löguðu höfum við í VG lengi mótmælt, og þegar við erum komnir í ríkistjórn mun Ísland aldrei aftur styðja eða taka þátt í slíku ofbeldi.

Mánudagskvöldið 19. mars munu hinir staðföstu stríðsandstæðingar efna til baráttusamkomu í Austurbæ, þar sem hernáminu verður mótmælt og þess krafist að íslensk stjórnvöld axli ábyrgð vegna hins svívirðilega stuðnings við ólöglegt árásarstríð. Ég hvet ykkur öll til að mæta.

Meira hér.

14 March, 2007

Bandaríkjamenn hafna „amerísku leiðinni“

Ein stærsta ástæða þess að það er svo gott að búa á Íslandi er velferðikerfið. Satt að segja var velferðarkerfið sem heillaði mig mest þegar ég flutti fyrst hingað til lands, sérstaklega sem Bandaríkjamaður sem hefur aldrei lifað í landi með heilbrigðiskerfi eins og hið íslenska. Það er gulls ígildi að vita að ég og fjölskyldan mín gætum fengið góða almannaþjónustu fyrir lítinn eða engan pening. Mér þótti það sjálfsagt mál að borga aðeins hærri skatta til að halda uppi almennri heilbrigðisþjónustu.

Kerfið er auðvitað ekki fullkomið - þar er bæði mannekla og fjárskortur. Flestir eru sammála því að við ættum ekki henda út velferðakerfinu okkar, en sumir hafa talað um „ameríska kerfið“ sem fyrirmynd, annaðhvort í bland við opinbert velferðiskerfi eða jafnvel sem allt aðra leið í þessum málaflokki. Ég tel að það væri mikil mistök - ekki bara út frá minni eigin reynslu af því hvernig er að búa við bandarískt heilbrigðiskerfi, heldur líka út af því sem margir Bandaríkjamenn benda sjálfir á.

Það er satt að Bandaríkin bjóða upp á glæsilega heilbrigðisþjónustu, fyrir þá sem eiga efni á því. En árið 2005 voru tæp 46 milljónir Bandaríkjamanna án heilbrigðistrygginga - eða tæp 15% landsmanna - af því að stór hluti af heilbrigðikerfi Bandaríkjanna er á höndum einkafyrirtækja. Þeir sem geta borgað fá góða þjónustu, en hinir sem geta það ekki sitja í súpunni.

Fólkið sem ekki getur borgað fyrir heilbrigðistryggingu sleppur ekki létt ef eitthvað kemur upp á. Ef maður veikist eða lendur í slysi er alls ekki skýrt hvort og hvað heilbrigðistryggingin nær utan um. Í Bandaríkjunum er heilbrigðisþjónusta fólks fyrst og fremst viðskipti og þau reyni sitt besta til að heilbrigðisfyrirtækin borgi sem allra minnst og láta svo neytandann borga afganginn. Og ef maður er svo heppinn að tryggingingarnar borgi einhver hluta, þá hækka fyrirtækin mánuðargjöldin í staðinn. Þannig er fólki refsað fyrir að biðja um hjálp sem það hefur nú þegar búið að borga fyrir.

En hvað með að blanda einkarekinni heilbrigðisþjónustu við opinberu velferðaþjónustuna okkar? Augljóst er að það myndi draga peninga, mannafl og þjónusta frá opinberu heilbrigðisþjónustuna, og þannig breikka bilið á milli þeirra sem fá mest og þeirra sem fá minnst.

Það viljum við ekki á Íslandi. Greinilega vilja þau það ekki í Bandaríkjunum heldur - skoðanakönnun frá því í febrúar bendir til þess að 64% Bandaríkjamanna telja að ríkisstjórn eigi að bera ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni. 55% finnst það vera fyrsta forgangsverkefni bandaríska löggjafarþingsins og 59% sögðust vera tilbúin að borga hærri skatta ef það tryggði aðgang að almennri heilbrigðisþjónustu.

Ef Bandaríkjamenn eru sjálfir ósáttir við amerísku leiðina, af hverju ættum við að vilja fara þá leið hér? Eigum við ekki frekar að læra af mistökum annarra?