31 March, 2007

Flaut

Flaut hingað.

18 March, 2007

Írak: Aldrei Aftur

Á þriðjudaginn verða fjögur ár liðin frá byrjun innrásarinnar í Írak. Þetta er sorglegur dagur í sögu Bandaríkjanna og heimsins, fyrir þær þúsundir sem hafa verið drepnar og særðar bæði líkamlega og andlega. Að ein ríkistjórn taki þá ákvörðun að gera innrás inn í land byggða á rangfærslu og einhliðavaldi er nógu slæmt - að tveir menn í íslenskri ríkisstjórn taki þá ákvörðun að styðja hana og gera það á ólýðræðislegan hátt, á meðan 78% landsmanna voru andvígir því að styðja innrásina, gerir það enn verra. Svona löguðu höfum við í VG lengi mótmælt, og þegar við erum komnir í ríkistjórn mun Ísland aldrei aftur styðja eða taka þátt í slíku ofbeldi.

Mánudagskvöldið 19. mars munu hinir staðföstu stríðsandstæðingar efna til baráttusamkomu í Austurbæ, þar sem hernáminu verður mótmælt og þess krafist að íslensk stjórnvöld axli ábyrgð vegna hins svívirðilega stuðnings við ólöglegt árásarstríð. Ég hvet ykkur öll til að mæta.

Meira hér.

14 March, 2007

Bandaríkjamenn hafna „amerísku leiðinni“

Ein stærsta ástæða þess að það er svo gott að búa á Íslandi er velferðikerfið. Satt að segja var velferðarkerfið sem heillaði mig mest þegar ég flutti fyrst hingað til lands, sérstaklega sem Bandaríkjamaður sem hefur aldrei lifað í landi með heilbrigðiskerfi eins og hið íslenska. Það er gulls ígildi að vita að ég og fjölskyldan mín gætum fengið góða almannaþjónustu fyrir lítinn eða engan pening. Mér þótti það sjálfsagt mál að borga aðeins hærri skatta til að halda uppi almennri heilbrigðisþjónustu.

Kerfið er auðvitað ekki fullkomið - þar er bæði mannekla og fjárskortur. Flestir eru sammála því að við ættum ekki henda út velferðakerfinu okkar, en sumir hafa talað um „ameríska kerfið“ sem fyrirmynd, annaðhvort í bland við opinbert velferðiskerfi eða jafnvel sem allt aðra leið í þessum málaflokki. Ég tel að það væri mikil mistök - ekki bara út frá minni eigin reynslu af því hvernig er að búa við bandarískt heilbrigðiskerfi, heldur líka út af því sem margir Bandaríkjamenn benda sjálfir á.

Það er satt að Bandaríkin bjóða upp á glæsilega heilbrigðisþjónustu, fyrir þá sem eiga efni á því. En árið 2005 voru tæp 46 milljónir Bandaríkjamanna án heilbrigðistrygginga - eða tæp 15% landsmanna - af því að stór hluti af heilbrigðikerfi Bandaríkjanna er á höndum einkafyrirtækja. Þeir sem geta borgað fá góða þjónustu, en hinir sem geta það ekki sitja í súpunni.

Fólkið sem ekki getur borgað fyrir heilbrigðistryggingu sleppur ekki létt ef eitthvað kemur upp á. Ef maður veikist eða lendur í slysi er alls ekki skýrt hvort og hvað heilbrigðistryggingin nær utan um. Í Bandaríkjunum er heilbrigðisþjónusta fólks fyrst og fremst viðskipti og þau reyni sitt besta til að heilbrigðisfyrirtækin borgi sem allra minnst og láta svo neytandann borga afganginn. Og ef maður er svo heppinn að tryggingingarnar borgi einhver hluta, þá hækka fyrirtækin mánuðargjöldin í staðinn. Þannig er fólki refsað fyrir að biðja um hjálp sem það hefur nú þegar búið að borga fyrir.

En hvað með að blanda einkarekinni heilbrigðisþjónustu við opinberu velferðaþjónustuna okkar? Augljóst er að það myndi draga peninga, mannafl og þjónusta frá opinberu heilbrigðisþjónustuna, og þannig breikka bilið á milli þeirra sem fá mest og þeirra sem fá minnst.

Það viljum við ekki á Íslandi. Greinilega vilja þau það ekki í Bandaríkjunum heldur - skoðanakönnun frá því í febrúar bendir til þess að 64% Bandaríkjamanna telja að ríkisstjórn eigi að bera ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni. 55% finnst það vera fyrsta forgangsverkefni bandaríska löggjafarþingsins og 59% sögðust vera tilbúin að borga hærri skatta ef það tryggði aðgang að almennri heilbrigðisþjónustu.

Ef Bandaríkjamenn eru sjálfir ósáttir við amerísku leiðina, af hverju ættum við að vilja fara þá leið hér? Eigum við ekki frekar að læra af mistökum annarra?

07 March, 2007

Reykjavík: fyrir bíla eða fólk?

Það var mjög fræðandi að fara á fund Íbúasamtaka þriðja hverfis um daginn, þar sem greint var frá nokkrum vandamálum með svifryk, umferðahættu, hávaðamengun og fleira sem íbuar í Hlíðunum, Holtunum og Norðurmýrinni þurfa að glíma við. Sérstaklega var áhugvert þegar Hilmar Sigurðsson, formaður Íbúasamtakanna, talaði um „umferðareyjar“ - að Hringbraut, Miklabraut, Kringlumyrabraut, Snorrabraut, Bústaðavegur, Laugavegur og Langahlíð séu eins og risavaxin fljót sem skipta hverfinu í fimm eyjar. Umferð er svo mikil um þessi svæði að íbúarnir - fullorðnir og börn - anda að sér gríðarlega miklu svifryki á hverjum einasta degi. Það er hættulegt fyrir börn til að heimsækja hvort annað með því að fara yfir götuna. Hávaðinn hjá Miklabraut er nánast 70 desibil.

Þetta er eitthvað sem ég þekki mjög vel af eigin reynslu. Heimaborgin mín, Baltimore í Bandaríkjunum, er líka algjör skipulagsmartröð. Þegar Martin Luther King Boulevard, í suðvesturhluta borgarinnar, var breikkuð þá var svæðinu vestur af Martin Luther King Boulevard líka að eyju og breyttist þá frá því að vera fínt hverfi í eitt af hættulegastu og fátækastu hverfum borgarinnar á innan við nokkra áratugi. Auk þess skiptir I-83 hraðbraut, sem byggð var til að þjónusta einkabílinn, borginni næstum því í tvennt. Þetta eru bara tvö af mörgum dæmum frá heimaborginni minni Baltimore.

Viljum við að skera Reykjavík niður í nokkrar ótengdar eyjar sem eru mengaðar af svifryki og útblæstri frá einkabílum? Eða viljum við að læra af mistökum annarra? Ég held að við ættum að reyna að gera ekki sömu mistök og voru til dæmis gerð í borginni þar sem ég ólst upp. Það krefst auðvitað þáttöku frá íbúum, borgarstjórn og þingmönnum. Til að byrja með þarf að tryggja að málaflokkurinn fái nægilegt fjármagn í samgönguáætlun. En til að minnka umferðina í þriðja hverfi og fleiri hverfum Reykjavíkur er ekki nóg til að fræða fólk um aðra umferðavalkosti - það þarf líka að gera þá að raunhæfum valkosti. Við eigum að hvetja fólk til að ganga, hjóla og taka strætó, af sjálfssögu. Við getum líka takmarkað notkun á tilgangslausum nagladekkjum, lækkað hámarkshraðann, og sett Miklubraut í stokk. En hvað með að leggja fleiri göngu- og reiðhjólastíga í borginni? Hvað með að lækka verðið í strætó? Eða reyna að stýra bílaumferðinni frá helstu íbúasvæðunum?

Sumir segja að við ættum ekki að fara í stríð við bíleigandur. Það viljum við Vinstri græn ekki heldur. En við bendum bara á að flestum Íslendingum þykir meira vænt um fjölskylduna sína en bílinn sinn. Það er nóg pláss fyrir hvort tveggja í þessari borg - við viljum að fólkið og heilsa þess hafi meira vægi en bílarnir. Reykjavík þarf alls ekki að verða annað Baltimore.

01 March, 2007

Til að tryggja hagnaðinn

Landsfundur Vinstri grænna var að mörgu leyti sögulegur. Ein ástæðan fyrir því er sú nýja innflytjendastefna sem hægt er að lesa á heimasíðunni okkar. Ég er mjög stoltur og þakklatur öllum þeim sem tóku þátt í að móta hana, og hlakka mikið til að sjá stefnuna í framkvæmd. Stefnan hefur að aðalmarkmiði að samþætta þau sem hingað koma inn í íslenskt samfélag með framsýnum hætti.

Eins og fram kom í niðurstöðum úr rannsókn sem birt var í Markaðnum nýlega sparaði þátttaka útlendinga á íslenskum vinnumarkaði meðalheimilinu 123 þúsund krónur á síðasta ári. En til að tryggja að svo verði áfram þurfum við gera eins mikið og hægt er til að útlendingar samlagist íslensku samfélagi. Út á það gengur stefna Vinstri grænna í málefnum innflytjenda.

Af hverju leggjum við svona mikla áherslu á málefni útlendingar og innflytjenda? Er ekki nóg til að bjóða fólki að koma hingað, og svo sjái þau sjálf um afganginn? Greinalega ekki. Ef við horfum til dæmis til Þýskalands, Danmerkur og Hollands þá sjáum við áranginn af slíkri stefnu. Við Íslendingar erum aftur á móti svo heppin að við höfum tækifæri til að læra af mistökum annarra þjóða í þessum efnum.

Innflytjendastefnan okkar kveður á um að allar þær manneskjur sem hingað koma eigi að vera upplýstar um réttindi sín og skyldur í samfélaginu. Við krefjumst þess að bæði ríkisstjórn og sveitarfélag sjái til þess að þessar upplysingar komist í hendurnar á sérhverri manneskju sem hingað kemur. Þetta mun tryggja að fólkið sem hingað kemur veit strax hvað hvaða reglur gilda á vinnumarkaðnum, í skólanum, heilbrigðiskerfinu og víðar. Slíkt fyrirkomulag myndi líka tryggja að atvinnurekendur geti ekki svindlað á erlendu vinnuafli og þannig grafið undan réttindum og kjörum okkar allra með félagslegum undirboðum sem innfæddir Íslendingar sætta sig ekki við.

Í innflytjendastefnu okkar kemur líka fram að íslenskukennsla er lykillatriði í samþættingu og aðlögun þeirra sem hingað koma til að vinna og búa. Þess vegna ætlum við að bjóða ókeypis íslenskunámskeið og setja skýr viðmið um námsefni og kennsluaðferðir sem henta fullorðnum. Við viljum líka tryggja að til boða standi að læra íslensku á vinnutíma, en við viljum líka vera viss um að þeir sem hvorki eru í vinnu né í skóla hafi aðgang að samskonar kennslu. Þetta hjálpar til að tryggja að fólk sem hingað kemur geti lært tungumálið okkar.

En þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Innflytjendastefna Vinstri grænna gerir meira til að tryggja samþættingu og aðlögun fólks sem hingað kemur en aðrir flokkar hafa lagt til. Þannig forðumst við þau mistök sem gerð hafa verið í öðrum löndum.