Rasismi Borgar Sig Ekki
Meira að segja hafa margir innan Frjálslyndra sagt að þeir séu á móti þessarri nýju stefnu, í blöðum, í útvarpi og í sjónvarpi, þar á meðal Margrét. Svo mikil er andstæðan innan flokksins að eina leiðin til að koma í veg fyrir að hún næði ekki varaformennsku flokksins var að nota brögð - og þá tapaði hún með aðeins 111 atkvæðum, eða tæpum 7% atkvæða. Það er ekkert skrýtið að hún ákvað að hætta, og hún mun líklega taka marga kjósendur með sér. Þannig myndi “nýji” Frjálslyndiflokkurinn fara aftur niður, líklegri lægra en hann var áður en ákvörðunin var tekin um að nota rasisma til að bæta sig.
Þannig er það: rasismi borgar sig ekki.
En þetta er bara tímanna tákn - nýlega hefur ríkistjórnin gefið út “Stefnu um aðlögun innflytjenda”, sem bendir á - eins og kom fram í Gallup könnun síðasta sumar - að flestir Íslendingar vilja fjölmenningalegt land.
Ég er búinn að lesa stefnuna, og á meðan það sé gott að sjá að ríkistjórnin sé að reyna að benda á rétta leið, er hún óljós, og skilur eftir margir spurningar. Við í Vinstri-Grænum erum nú þegar að búa til hraustlega, frumlega, og skapandi innflytjendastefnu sem verður góð fyrir landið allt, og verður endanlega mótuð á landsfundi okkar í febrúar. Tíminn er löngu kominn fyrir meira en vísbendingar og tillögur. Ég og margir fleiri innan flokksins erum að skapa innflytjendastefnu sem segir nákvæmlega hvað þetta land á að gera til að samþætta fólk sem hingað kemur, til að tryggja velferð og framtíð landsins, og gera Ísland að fyrirmyndalandi í innflytjendamálum fyrir Skandinavíu, Evrópu, og allan heiminn.
Þetta er spennandi tími til að vera í þessu frábæra landi. Aldrei hef ég verið stoltari að vera hluti af þessu landi og þjóð. Langflestir Íslendingar vilja að þetta land byggi á réttlæti og lýðræði, og þá einnig í innflytjendamálum. Mér er ánægja að taka þátt, og við í Vinstri-Grænum myndum tryggja það að innflytjendastefna landsins verði byggð á vilja þjóðarinnar með pratískum leiðum sem yrðu bestar fyrir allt landið.