29 October, 2006

Menntun / Education

(ÍS) Ég fór á athyglisverðan fundi hjá Heimdalli síðasta fimmtudag til að ræða um innflytjendamál. Ásamt mér voru Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, Helga Arnardóttir, stjórnmálafræðingur og blaðamaður hjá RÚV, og Toshiki Toma, prestur innflytjenda. Það var fyrsta opinbera umræðan mín á íslensku, þannig að ég var örlítið kvíðinn, en það fór ansi vel.

Eitt sem kom upp, var sú “staðreynd” að flestir innflytjendur hafa litla eða enga menntun. Þetta var sagt eins og það væri augljóst. Ég skil hvernig sumir komast að svona niðurstöðu: þau sjá okkar að þrífa skrifstofur, vinna á hjúkrunaheimilum eða í frystihúsum, og þau hugsa, “Skítavinna þýðir skítamenntun.” Því miður er sannleikurinn verri.

Flestir innflytjendur hafa háskólamenntun erlendis frá. Það er staðreyndin. Sumir þeirra komu hingað sem læknar, lögmenn eða kennarar. En menntun þeirra er ekki talin fullnægjandi – þeim er sagt til að fara í Háskóla Íslands, á eigin kostnað, í nokkra ár, til að læra það sem þeir eru nú þegar búnir að læra. Það er einfaldleg móðgandi. Og ef maður þarf að borga leigu, ala upp börnin sín, og svo framvegis, þá er það að fara aftur í háskólann – og að borga fyrir allt sjálfur - næstum því ómögulegt. Það er líka staðreynd að flestir innflytjendur mega aðeins fara í starf sem enginn Íslendingur vill eða hefur kunnátu til að gera.

Þess vegna eru margir innflytjendur, þrátt fyrir góða menntun, í starfi sem krefst ekki mikillar menntunar. Vonandi er hægt að breyta þessu – ég talaði á fimmtudaginn um “jafngildispróf”, sem er ein hugmynd sem ég er ennþá að vinna í. Menntamál eru ein af mörgum málum sem ég ætla að leggja mikla áherslu á.

(EN) I went to an interesting meeting last Thursday with Heimdalur, the Young Independence Party, where I had been invited to talk about immigration issues. Also on the panel were Gissur Pétursson, the directorate of labour, Helga Arnardóttir, political scientist and journalist at RÚV, and Toshiki Toma, the Church of Iceland´s priest for the immigrant community. It was my first public speech in Icelandic, so I was a little nervous, but I think it went pretty well.

One thing that came up, though, was this “fact” that most immigrants have little or no education. This was said as if it were a given. I can understand how some people arrive at this conclusion – they see us cleaning offices, working in nursing homes and fish factories and they think, “Low-level jobs mean low-level educations.” Unfortunately, the truth is worse.

Most immigrants in Iceland have a university education that they obtained while still abroad. That is the fact. Some of them came here as doctors, lawyers, or teachers. But their education is regarded as not enough – they are told to go to the University of Iceland, at their cost, for a few years, to learn what they´ve already learned. That´s just insulting. And if one has to pay rent, raise their children, and so on, attending university and paying out of pocket for all expenses becomes more or less impossible. It´s also a fact that most immigrants are only allowed to work at jobs that no Icelander wants to do or is qualified to do.

This is why many immigrants, despite having a good education, work at jobs that don´t demand much education. Hopefully that can be changed – I spoke on Thursday about the idea of "equivalency tests", which is one idea that I´m still working on. Education is one of many things towards which I intend to direct my energies.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home